Fara í efni

Um Sjálfbærniverkefnið

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.

Eigendur og rekstraraðilar Sjálfbærniverkefnisins eru:

Verkefnisstjórn

  • Verkefnisstjórn hefur verið í höndum Austurbrúar frá árinu 2013

Tilgangur er:

  • Að styðja þá stefnu Alcoa og Landsvirkjunar að hafa hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi
  • Að þróa vegvísi sem hjálpar fyrirtækjunum að fylgja eftir stefnumiðum sínum um sjálfbæra þróun
  • Að þróa tölulega vísa sem hægt er að nota til að fylgjast með raunverulegum árangri um sjálfbærni við starfsemi fyrirtækjanna á Austurlandi

 

Notkun hugtakanna sjálfbær þróun og sjálfbærni í þessu verkefni felur ekki í sér yfirlýsingu um að framkvæmdirnar á Austurlandi séu eða verði sjálfbærar heldur fremur vilja fyrirtækjanna að fylgja þeirri stefnu að framkvæmdirnar falli sem best að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.