Fara í efni

Stjórnun og skipulag

Eigendur verkefnisins, Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, bera ábyrgð á fjármögnun, vöktun og mælingum í verkefninu. Eigendur hafa bein samskipti við stýrihóp, sem ber ábyrgð á framgöngu verkefnisins. Verkefnisstjórn heyrir beint undir stýrihóp og vinnur samkvæmt þeim kröfum sem stýrihópur gerir. Undir verkefnisstjórn fellur alhliða vefumsjón, innheimta gagna á vef, endurskoðun og þróun vísa, kynning vísa og Sjálfbærniverkefnis auk samskipta við fræðasamfélag.  Austurbrú hefur farið með verkefnastjórn frá árinu 2013.

Verklagsreglur

Við framkvæmd verkefnisins hafa skotið upp kollinum viðfangsefni af ýmsum toga sem þarf að vinna á faglegan hátt. Mikilvægt er að móta reglur til þess að tryggja gagnsætt og opið ferli í anda víðtæks samráðs.

Á fjórða fundi samráðshóps árið 2011 var lagður grunnur að tveimur verklagsreglum sem fara átti eftir við breytingar og þróun í verkefninu. Önnur þeirra fjallar um breytingaferli sjálfbærnivísa og hin fjallar um framkvæmd ársfundar.  Reglurnar voru endurskoðaðar árið 2015.

VL001 Breytingaferli sjálfbærnivísa

VL002 Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar