Fara í efni

Framvinda

Sjálfbærni.is
Mynd 1.  Fjöldi tilkynntra vinnuslysa á ári vegna Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaáls.  Skráð eru vinnuslys sem valda tveggja daga fjarveru frá starfi eða meira.  ATH! Tölur Alcoa Fjarðaáls ná yfir bæði verktaka og starfsmenn.
Tafla 1.  Fjöldi tilkynntra slysa á ári vegna byggingar Fljótsdalsstöðvar og álvers Fjarðaáls.  Skráð eru vinnuslys sem valda tveggja daga fjarveru frá starfi eða meira.
Fyrirtæki /ár 2004 2005 2006 2007
Bechtel 0 2 2 1
Impregilo - - 1139a  
Landsvirkjun     7 5
a:  Tölur fyrir Impregilo eru frá upphafi framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun til loka nóv. 2006.

 
Sjálfbærni.is
Mynd 2. Tíðni vinnuslysa hjá Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál gefin upp sem H200, þ.e. fjöldi vinnuslysa á 200.000 unnar vinnustundir, (einnig kallað "Lost Workday Incident Rate").
Tafla 2.   Tíðni vinnuslysa hjá byggingarverktökum gefin upp sem H100 þ.e. fjöldi vinnuslysa á 100.000 unnar vinnustundir.
Ár \ Fyrirtæki Bechtel a Impregilo Fosskraft Suðurverk Arnarfell
2004 0,0 - - - -
2005 0,16 12,1 3,2 0,55 4,65
2006 0,11 13,8 - 0,7 3,5
2007 0,10 - - - -

Uppfært: 5. janúar 2022
Heimild:
Bectel 2005-2007, Impregilo 2007 og Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjun, 2009-2022

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?
  1. Fjöldi tilkynntra vinnuslysa á ári vegna Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls. (Áhrif framkvæmda: bein).
  2. Tíðni vinnuslysa gefin upp sem H-tala (H200) þ.e. fjöldi fjarveruslysa á hverjar 200.000 vinnustundir hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli og verktökum. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun

Tölfræði frá verktökum er aðgengileg í mánaðarlegum skýrslum til fyrirtækja. Umhverfis-, öryggis- og heilbrigðisteymi Fjarðaáls sér um að safna upplýsingum á rekstrartíma álvers og verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar fyrir rekstrartíma virkjunar. Hvert atvik er skráð.

Markmið
    1. Byggingartími
      1. Kárahnjúkavirkjun: Fjöldi slysa stöðugur eða þeim fækki með tímanum (frá áramótum 2005/2006)
      2. Fjarðaál: Ekkert skráð slys.
    2. Rekstrartími Fljótsdalsstöð og Fjarðaál: Ekkert skráð slys.
  1.  
    1. Byggingartími
      1. Kárahnjúkavirkjun: Helst stöðugt eða minnkar með tímanum / Fjarðaál: Engin slys sem leiða til fjarvista frá vinnu.
    2. Rekstrartími
      1. Fljótsdalsstöð: Engin slys sem leiða til fjarvista frá vinnu
      2. Fjarðaál: Engin slys sem leiða til fjarvista frá vinnu.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var eftirfarandi breyting samþykkt á b-lið vöktunaráætlunar:

Hvað er mælt ?
Tafla 3. Breytingar á vísi samþykktar á ársfundi 2016
Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu
b. Fjöldi skráðra tapaðra vinnustunda vegna tilkynntra vinnuslysa hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli og verktökum b. Tíðni vinnuslysa gefin upp sem H-tala (H200) þ.e. fjöldi fjarveruslysa á hverjar 200.000 vinnustundir.

Rökstuðningur:

Það er óraunhæft að mæla fjölda vinnustunda sem tapast vegna vinnuslysa. H-tala er hins vegar vel þekktur mælikvarði á tíðni vinnuslysa og gefur kost á samanburði við önnur fyrirtæki og svæði.


Þessi vísir var upphaflega númer 4.1 . Þá hét hann Öryggi starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 4. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.1.6 Öryggi starfsfólks
2007 1.3 Öryggi starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Grunnástand

Tafla 5. Grunnástand 2007
  Alcoa Fjarðaál Landsvirkjun
Fjöldi slysa árið 2007 1  
Tíðni vinnuslysa árið 2007 (H200) 0,7 0,31

Forsendur fyrir vali á vísi

Fjarðaál og Landsvirkjun geta haft bein áhrif á heilsufar og öryggi starfsmanna sinna. Þau geta t.d. haft áhrif á og dregið úr slysahættu með innleiðingu á sérstakri áætlun sem tekur á umhverfis-, öryggis- og heilsufarsþáttum innan fyrirtækjanna. Með því að meta slysahættu og gera ráðstafanir til að draga úr hættunni á byggingar- og rekstrartíma virkjunar og álvers er hægt að draga umtalsvert úr líkunum á því að slys eigi sér stað og þar með fækkar einnig töpuðum vinnustundum vegna slysa.


Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005.

Ítarefni

Ársfundur sjálfbærniverkefnis

Ársfundur sjálfbærniverkefnis

2011

Kynning Geirs Sigurpáls Hlöðverssonar á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2011.

Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.