Fara í efni

Framvinda

Landlæknisembættið stóð áður fyrir þjónustukönnunum í heilsugæslustöðvum á landinu á tveggja til þriggja ára fresti. Í töflunni hér að neðan eru niðurstöður úr tveimur spurningum í könnuninni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að leggja saman svör frá öllum heilsugæslustöðum á Austurlandi en ekki fengust upplýsingar um niðurstöður fyrir einstakar stöðvar.

Sjálfbærni.is

Mynd 1. Þjónustukönnun í heilsugæslustöðvum á Austurlandi í febrúar 2003. Allar heilsugæslustöðvar samanlagt.

Sjálfbærni.is

Mynd 2. Könnun á heilsugæsluþjónustu á Austurlandi 2005. Allar heilsugæslustöðvar samanlagt.

Þessi vísir er í endurskoðun þar sem ekki er lengur gerð þjónustukönnun hjá Landlæknisembættinu, eins og lagt var af stað með í upphafi. Niðurstöður liggja fyrir frá árunum 2003 og 2005 varðandi þjónustu á heilsugæslustöðvum á Austurlandi.

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Ánægja íbúa með heilbrigðisþjónustu á Austurlandi. (Áhrif framkvæmda: afleidd)

Áætlun um vöktun

Landlæknisembættið stendur árlega fyrir könnunum í öllum heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum landsins. Niðurstöður úr síðustu spurningunni (16 e) verða notaðar: „Í heildina, hversu ánægð(ur)/óánægð(ur) ertu með þjónustu í þessari heilsugæslustöð?“ Upplýsingum verður safnað árlega.

Markmið

Niðurstöður stöðugar eða batni.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Breytingar í þriðja áfanga:

Nafn vísisins var upphaflega ,,Heilbrigðisþjónusta í nálægum byggðum“ en í þriðja áfanga var nafninu breytt í ,,Opinber þjónusta í nálægum byggðum". Tilgangur breytingarinnar var að aðlaga nafnið svo það ætti við um báða mælikvarðana í vísinum, en upphaflega var um að ræða einn mælikvarða: Ánægja íbúa til heilbrigðisþjónustu á Austurlandi. Í þessum áfanga bættist við nýr mælikvarði: Ánægja íbúa með opinbera þjónustu í sveitarfélögum. Var mælikvarðanum bætt við vegna skýrrar óskar frá þátttakendum á upplýsingafundi um að bæta við mælikvarða af þessum toga.

Í uppfærslu á vef 2020 var vísinum skipt aftur upp í tvo vísa: 1.6.1 Heilbrigðisþjónusta og 1.6.2 Opinber þjónusta.


Þessi vísir var upphaflega númer 7.1 . Þá hét hann Heilbrigðisþjónusta og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 1.6.1 Heilbrigðisþjónusta
2007 1.16 Opinber þjónusta í nálægum byggðum

Grunnástand

Landlæknaembættið stendur fyrir þjónustukönnun í heilsugæslustöðvum á landinu á tveggja til þriggja ára fresti. Í töflunni hér að neðan eru niðurstöður úr tveimur spurningum í könnuninni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að leggja saman svör frá öllum heilsugæslustöðum á Austurlandi en ekki fengust upplýsingar um niðurstöður fyrir einstakar stöðvar.

Tafla 2. Könnun um heilsugæsluþjónustu á Austurlandi
  Fékkstu úrlausn erindisins? Ertu sáttur við úrlausnina?
77,7% 83,5%
Að hluta 20,8% 13,5%
Nei 1,5% 3,1%

Forsendur fyrir vali á vísi

Núverandi forsendur fyrir vali á vísi

Tilkoma Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar getur leitt til breytinga á eftirspurn eftir opinberri þjónustu á svæðinu. Aukinn fjöldi fólks í nálægum byggðum á byggingar- og rekstartíma virkjunar og álvers mun leiða til þess að meiri eftirspurn verður t.d. eftir heilsugæslu og þjónustu grunnskóla og leikskóla. Fjölgun fólks verður annars vegar vegna þeirra starfsmanna sem vinna fyrir Fjarðaál, Landsvirkjun og verktaka þeirra, og hins vegar vegna þeirra sem flytja á svæðið vegna óbeinna starfa sem skapast í þjónustu og verslun í tengslum við fyrirtækin. Aðgengi að heilsugæslu og gæði þjónustu eru dæmi um opinbera þjónustu sem ætti að þróast í samræmi við fjölgun fólks á svæðinu.


Upprunalegar forsendur fyrir vali á vísi

Framkvæmdirnar á Austurlandi geta leitt til breytinga á eftirspurn eftir opinberri þjónustu á svæðinu. Aukinn fjöldi fólks í nálægum byggðum á byggingar- og rekstartíma virkjunar og álvers mun leiða til þess að meiri eftirspurn verður t.d. eftir heilsugæslu og þjónustu grunnskóla og leikskóla. Fjölgun fólks verður annars vegar vegna þeirra starfsmanna sem vinna fyrir Fjarðaál, Landsvirkjun og verktaka þeirra, og hins vegar vegna þeirra sem flytja á svæðið vegna óbeinna starfa sem skapast í þjónustu og
verslun í tengslum við framkvæmdirnar. Aðgengi að heilsugæslu og gæði þjónustu er dæmi um opinbera þjónustu sem ætti að þróast í samræmi við fjölgun fólks á svæðinu.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005