Fara í efni

LV-2014/094 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2014/094 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Undirtitill Áfangaskýrsla 2014
Lýsing

Að beiðni Landsvirkjunar var gerð úttekt á áfoki frá lónstæði Hálslóns og hannað úttektarkerfi fyrir vöktun á áfoki til framtíðar. Vöktunarkerfið byggir á ljósmyndum sem teknar eru með reglulegu millibili meðfram lónsborði Hálslóns. Þá er metin útbreiðsla áfokssvæða sem hafa þegar myndast og þykkt áfoks mæld. Úttekt fór fram við austurströnd Hálslóns og í Kringilsárrana í júlí 2014. Niðurstöður úttektarinnar sýna að tvö áfokssvæði eru við austurströnd Hálslóns, við Lindarbungu og Kofaöldu og eru þau bæði yfir 1 ha að stærð. Í Kringilsárrana eru þrjú megin áfokssvæði, norðan Syðri Hrauka er um 1,8 ha samfellt svæði, í vík rétt sunnan Hrauka er að myndast áfoksgeiri, auk þess sem áfok er á nokkrum svæðum við fokgirðingarnar nyrst í Rananum. Mesta áfokið er í víkinni sunnan Hrauka, á rúmlega 0,2 ha svæði með að jafnaði rúmlega 4 cm þykku áfoki.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Nafn Guðrún Schmidt
Nafn Jóhann Þórsson
Nafn Kristín Svavarsdóttir
Flokkun
Flokkur Áfok við strönd Hálslóns
Útgáfuár 2014
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar