Fara í efni

LV-2017/101 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2017/101 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
Undirtitill Áfangaskýrsla 2017
Lýsing

Sumarið 2014 hófst vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana að beiðni Landsvirkjunar. Eftirlitsferð var farin í júlí 2017 þar sem mælireitir voru ljósmyndaðir og útbreiðsla áfoks mæld. Mælibúnaður sjálfvirkra mælitækja var yfirfarinn og nýtt áfoks- og landbrots- eftirlitsmyndavélakerfi var sett upp við þau. Engin ummerki voru um áfok við austurströnd Hálslóns í júlí 2017 og voru því hvorki teknar ljósmyndir né gerðar mælingar þar. Niðurstöður úttektarinnar í Kringilsárrana sýna að nyrst í rananum, þar sem mikið landbrot hefur orðið eru ummerki um aukið áfok á nokkrum svæðum. Það er þó í litlum mæli. Það sama má segja um áfoksgeirann sunnan Hrauka. Á öðrum svæðum í Kringilsárrana hefur útbreiðsla áfoks lítið breyst frá 2016. Niðurstöður frá sjálfvirku mælistöðvunum sýndu einnig fram á lítið sem ekkert áfok.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Ágústa Helgadóttir
Nafn Elín Fjóla Þórarinsdóttir
Nafn Jóhann Þórsson
Flokkun
Flokkur Áfok við strönd Hálslóns
Útgáfuár 2017
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar, sjálfvirkar mælistöðvar með Sensit kornateljurum, fokgirðingar.