LV-2017/101 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns.
	
		
			
				
					| Nánari upplýsingar | 
			
			
				
					| Titill | LV-2017/101 - Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns. | 
								
					| Undirtitill | Áfangaskýrsla 2017 | 
												
					| Lýsing | Sumarið 2014 hófst vöktun og mælingar á áfoki við austurströnd Hálslóns og í norðurhluta Kringilsárrana að beiðni Landsvirkjunar. Eftirlitsferð var farin í júlí 2017 þar sem mælireitir voru ljósmyndaðir og útbreiðsla áfoks mæld. Mælibúnaður sjálfvirkra mælitækja var yfirfarinn og nýtt áfoks- og landbrots- eftirlitsmyndavélakerfi var sett upp við þau. Engin ummerki voru um áfok við austurströnd Hálslóns í júlí 2017 og voru því hvorki teknar ljósmyndir né gerðar mælingar þar. Niðurstöður úttektarinnar í Kringilsárrana sýna að nyrst í rananum, þar sem mikið landbrot hefur orðið eru ummerki um aukið áfok á nokkrum svæðum. Það er þó í litlum mæli. Það sama má segja um áfoksgeirann sunnan Hrauka. Á öðrum svæðum í Kringilsárrana hefur útbreiðsla áfoks lítið breyst frá 2016. Niðurstöður frá sjálfvirku mælistöðvunum sýndu einnig fram á lítið sem ekkert áfok. | 
																
					| Skráarviðhengi |  | 
							
		
	 
		
		
			
				
					| Höfundar | 
			
			
								
					| Nafn | Ágústa Helgadóttir | 
								
					| Nafn | Elín Fjóla Þórarinsdóttir | 
								
					| Nafn | Jóhann Þórsson | 
							
		
	 
	
	
		
			
				
					| Flokkun | 
			
			
								
					| Flokkur | Áfok við strönd Hálslóns | 
																
					| Útgáfuár | 2017 | 
												
					| Útgefandi | Landsvirkjun | 
																
					| Leitarorð | Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á
áfoki, vöktun með ljósmyndum, áfoksgeirar,
sjálfvirkar mælistöðvar með Sensit kornateljurum,
fokgirðingar. |