Fara í efni

LV-2022/043 - Vöktun á áfoki og viðhald fokgirðinga við strönd Hálslóns.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2022/043 - Vöktun á áfoki og viðhald fokgirðinga við strönd Hálslóns.
Undirtitill Áfangaskýrsla 2022
Lýsing

Landgræðslan hefur séð um vöktun og mælingar á áfoki í norðurhluta Kringilsárrana og við austurströnd Hálslóns frá árinu 2014. Landgræðslan hefur einnig haft umsjón með fokgirðingum við Hálslón allt frá því að fyrstu girðingarnar voru settar upp á árunum 2008 og 2009. Farið var í vettvangsferð á svæðið dagana 4.-6. júlí þar sem útbreiðsla áfoks var mæld og valdir mælireitir ljósmyndaðir og gerðar þykktarmælingar á áfoki. Niðurstöður sýndu lítið sem ekkert nýtt áfok og að heildar útbreiðsla áfokssvæða hafði minnkað úr 6,8 ha 2021 í um 3,7 ha 2022. Allar
fokgirðingar úr trérimlum sem eftir voru í Kringilsárrana voru fjarlægðar þar sem þær voru farnar að brotna og skapa hættu fyrir hreindýr, en aðrar fokgirðingar bæði nyrst í Kringilsárrana og við austurströnd Hálslóns voru yfirfarnar. Til stóð að fjarlægja einnig fokgirðingar norðan Kringilsár en ekki vannst tími til þess í vettvangsferð sumarsins.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Elín Fjóla Þóransdóttir
Nafn Ágústa Helgadóttir
Flokkun
Flokkur Áfok við strönd Hálslóns
Útgáfuár 2022
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Hálslón, Kringilsárrani, áfok, mælingar á áfoki, vöktun, fokgirðingar.