LV-2014/030 - Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2013
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | LV-2014/030 - Heiðagæsaathuganir á Snæfellsöræfum 2013 |
| Undirtitill | LV-2014/030 |
| Lýsing | Heiðagæsavarp á Vesturöræfum var þéttleikamælt með sniðtalningum í sumarbyrjun árið 2013. Áframhaldandi vöxtur virðist vera í varpinu sem er í samræmi við mælingar síðustu ára að undanskildu árinu 2011 þegar það misfórst að verulegu leyti sökum tíðarfars. Varpið var um hálfum mánuði síðar á ferðinni vegna snjóalaga á rannsóknasvæðinu miðað við vörp lægra staðsett í landinu. Varpárangur reyndist í ágætu lagi þar sem meðaleggjafjöldi var 3,3 egg í hreiðri og þéttleiki hreiðra reyndist vera 37 á hverjum km². Að jafnaði voru 2,3 ungar með hverju pari í júlí þegar flogið var yfir hluta Snæfellsöræfa í talningum á ófleygum heiðagæsum. Ófleygum heiðagæsum fækkaði annað árið í röð á Eyjabakkasvæðinu og innan við 500 heiðagæsir voru taldar við Hálslón í júlí 2013. Fjölskyldufuglar komu lítið fram í rannsóknarfluginu sem getur hafa stafað af síðbúnu varpi. |
| Skráarviðhengi | |
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Halldór Walter Stefánsson |
| Nafn | Skarphéðinn G. Þórisson |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Fuglar |
| Útgáfuár | 2014 |
| Útgefandi | Landsvirkjun |
| Leitarorð | Heiðagæs, Snæfellsöræfi. |