Fara í efni

LV-2005/87 - Mælingar á bökkum við Lagarfljót neðan Lagarfoss og Jökulsá á Dal við Húsey

Nánari upplýsingar
Titill LV-2005/87 - Mælingar á bökkum við Lagarfljót neðan Lagarfoss og Jökulsá á Dal við Húsey
Undirtitill Grunnástand fyrir tilkomu virkjunar
Lýsing

Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar mun rennsli aukast í Lagarfljóti og vatnsborð hækka, en
minnka í Jökulsá á Dal.
Landbrot með Lagarfljóti er nú mjög misjafnt. Milli Lagarfoss og Steinboga er það mjög
takmarkað og staðbundið en það er hins vegar talsvert á flatlendinu neðan við Steinboga þar
sem áin er mjög bugðótt. Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar er ekki gert ráð fyrir að landbrot
breytist mikið við Lagarfljót. Við austurbakka Jökulsár er nú verulegt landbrot en að vestanverðu stýra varnargarðar rennsli árinnar. Ekki er líklegt að landbrot aukist við virkjunina.
Líklegra er að það minnki nokkuð.
Til þess að vakta hugsanleg áhrif Kárahnjúkavirkjunar á landbrot við bakka Lagarfljóts neðan
Lagarfoss og Jökulsár á Dal við Húsey hefur grunnástandið verið mælt, þ.e. aðstæður fyrir
tilkomu virkjunarinnar. Mælingar hafa verið gerðar á alls 14 stöðum þar sem ástæða þykir að
fylgjast með landbroti. Niðurstöður mælinganna eru settar fram í þessari skýrslu og á
geisladiski sem fylgir skýrslunni

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Gunnar Guðni Tómasson
Nafn Hrafnhildur Brynjólfsdóttir
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2005
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Kárahnjúkavirkjun, Úthérað, Lagarfljót, Jökulsá á Dal, rof, rofbakkar, vöktun, grunnástand