Fara í efni

LV-2018/096 - Gróðurbreytingar 2006-2017 við Lagarfljót og Jökulsá á Dal á Úthéraði

Nánari upplýsingar
Titill LV-2018/096 - Gróðurbreytingar 2006-2017 við Lagarfljót og Jökulsá á Dal á Úthéraði
Undirtitill Áhrif Kárahnjúkavirkjunar
Lýsing

Árið 2006 hófst vöktun á gróðri og grunnvatnsstöðu á Úthéraði. Markmiðið var að rannsaka áhrif breytinga á vatnafari Lagarfljóts og Jökulsár á Dal í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar á fyrrnefnda þætti. Í upphafi var vöktunin unnin af Náttúrufræðistofnun Íslands en Náttúrustofa Austurlands tók við umsjón verkefnisins árið 2017. Niðurstöður sýna að breytingar hafa orðið á gróðri. Breytingarnar eru mismunandi eftir svæðum, tengjast breyttri grunnvatnsstöðu en mótast einnig að aðstæðum. Á svæðum við Lagarfljót hefur land blotnað og þekja votlendistegunda hefur aukist. Við Jökulsá á Dal bendir til að land hafi þornað að einhverju leyti og þar hefur dregið úr þekju votlendistegunda.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Guðrún Óskarsdóttir
Nafn Náttúrustofa Austurlands
Nafn Sigurður H. Magnússon
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2018
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Úthérað, Lagarfljót, Jökulsá á Dal, gróðurvöktun, gróður, grunnvatnsstaða, vatnshæð, Kárahnjúkavirkjun.