Fara í efni

LV-2020/042 - Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótdalsheiði.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2020/042 - Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótdalsheiði.
Undirtitill Framkvæmdir og framvinda 2020
Lýsing

Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 899 ha og unnið hefur verið á öðrum 159 ha á Hraunum og við nokkur aðgöng. Árangur hefur verið mjög góður flest árin. Vel hefur árað undanfarin ár þangað til í ár, sem var gróðri sumpart óhagstætt. Svæðin komu ágætleg undan vetri og hægt var að hefja dreifingu á venjulegum tíma eða um mánaðarmótin júní/júlí. Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á Hraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæðin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og erfið í uppgræðslu. Þessi svæði eru nú flest komin vel á veg svo ekki hefur verið borið á þau undanfarin 2 ár. Ekki var heldur borið á svæðin umhverfis aðgöngin út á Fljótsdalsheiði þetta árið. Utan í Tungu hófst uppgræðsla á haugsvæði fyrir fjórum árum eftir nokkurt hlé, milli Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals, og var haldið áfram þar í sumar. Alls eru uppgræðslusvæðin við Hálslón, á Hraunum og við aðgöng nú rúmlega 1.058 ha.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Rúnar Ingi Hjartarson
Flokkun
Flokkur Gróðurstyrking
Útgáfuár 2020
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Gróðurstyrking, framvinda, dreifing, áburður, uppgræðsla, Hálslón, áfok, á Hraunum, sáning, Fljótsdalsheiði. 443