LV-2014/098 - Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði.
Nánari upplýsingar |
Titill |
LV-2014/098 - Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði. |
Undirtitill |
Framkvæmdir og árangur 2014 |
Lýsing |
Frá árinu 2009 hefur áburði verið dreift á gróðursnauð svæði austan Hálslóns svo koma megi upp gróðri sem gæti staðist og bundið hugsanlegt áfok úr lónstæði. Heildarstærð uppgræðslusvæðis þar er nú um 700 ha. Árangur hefur verið mjög góður flest árin. Í sumar komu svæðin seint undan snjó en jafnari raki og hagstætt tíðarfar síðsumars bættu um svo árangur er vel viðunandi. Árið 2012 hófst uppgræðsla með áburðargjöf og sáningu á Hraunum, röskuðum, fyrrum framkvæmdasvæðum. Svæðin eru almennt rýr, hátt yfir sjó og erfið í uppgræðslu. Sama gildir um önnur framkvæmdasvæði á Fljótsdalsheiði en hafist var handa við uppgræðslu í nágrenni við aðgöng 2 sem einnig er fyrrum framkvæmdasvæði. Alls eru uppgræðslusvæðin við Hálslón, á Hraunum og við aðgöng 2 nú um 850 ha. |
Skráarviðhengi |
|
Höfundar |
Nafn |
Rúnar Ingi Hjartarson |
Nafn |
Landgræðsla ríkisins |
Flokkun |
Flokkur |
Gróðurstyrking |
Útgáfuár |
2014 |
Útgefandi |
Landsvirkjun |
Leitarorð |
Gróðurstyrking, dreifing, áburður, uppgræðsla,
Hálslón, áfok, á Hraunum, sáning, Fljótsdalsheiði
888 |