Fara í efni

Framvinda

Í skýrslu Landsvirkjunar um vöktun strandar Héraðsflóa kemur fram að ströndin sé nokkurn veginn í jafnvægi, sem þýðir að hún geti færst út um 100 m og síðan áratugum seinna gengið til baka að hluta. Grunnástandsmæling fór fram árið 2006 og stefnt verður á strandlínumælingu við Héraðsflóa árið 2026 á samsvarandi hátt og fram kemur í skýrslu LV-2008/067. Meðfylgjandi er uppfærð mynd byggð á gögnum úr skýrslunni sem sýnir 70 ára þróun strandarinnar miðað við „jafnvægisástand“ og lega strandlínu byggð á drónagögnum frá árinu 2016. Ósinn getur færst um 3 km og ströndin færst út eða inn um 100 – 200 m. Nálgast má nánari upplýsingar í skýrslu Landsvirkjunar undir ítarefni LV-2008/067.

70 ára þróun strandar og óss. Árið 2014 hafði ósinn færst um 1,3 km frá því sem hann var fyrir virkjun og var komin um 3 km norðar en hann hafði oftast verið um og eftir miðja síðustu öld (sjá  gagn og gaman á forsíðu).  Ósinn var færður 2014 og hefur nú fest sig í sessi á nýja staðnum og sá gamli hefur lokast.

Mynd 1. 70 ára þróun strandar og óss. Árið 2014 hafði ósinn færst um 1,3 km frá því sem hann var fyrir virkjun og var komin um 3 km norðar en hann hafði oftast verið um og eftir miðja síðustu öld (sjá gagn og gaman á forsíðu). Ósinn var færður 2014 og hefur nú fest sig í sessi á nýja staðnum og sá gamli hefur lokast.

Strandlengja Héraðsflóa. Drónamynd tekin sumarið 2016 af Svarma ehf.

Mynd 2. Strandlengja Héraðsflóa. Drónamynd tekin sumarið 2016, af Svarma ehf.

Á stækkaðri mynd (smellt á mynd) er búið að setja inn mælinguna frá 2006 á Drónamyndina sem tekin var sumarið 2016, af Svarma ehf. Greinilegt er hvar norðurhluti strandarinnar hefur færst utar á bilinu um 130 – 150 m á 10 árum. Þá má sjá legu óssins (grafinn út 2014) og suðurhluti strandlínunnar er svo til óbreyttur eða lítils háttar utar.

Uppfært: 24. mars 2022
Heimild: Landsvirkjun 2022

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Staðsetning strandlínu mæld eftir loftmyndum og dýptarmælingum í sniðum. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

Loftmyndir og dýptarmælingar í sniðum. Upplýsingum safnað á 10 til 20 ára fresti.

Markmið

Staðsetning strandlínu muni ekki breytast meira en áætlað er samkvæmt líkindareikningum (280m á næstu 100 árum).

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 29.1 . Þá hét hann Breytingar á strandlengju Héraðsflóa og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 2.2.2 Strandlína Héraðsflóa
2007 2.6 Breytingar á strandlengju Héraðsflóa

Grunnástand

Staðsetning strandlínu Héraðsflóa.

Mynd 3. Strandlína við Héraðsflóa. Mæld strandlína 2006 og strandlína unnin af loftmyndum og landakortum frá 1945-6. Loftmyndin í bakgrunni er frá ágúst 2006

Samkvæmt skýrslu LV-2008/067 um vöktun strandar Héraðsflóa kemur fram að grunnástand hennar sé nokkurn veginn í jafnvægi, sem þýðir að ströndin geti færst út um 100 m og síðan áratugum seinna gengið til baka að hluta. Grunnástandsmæling fór fram árið 2006 og í vöktunaráætlun vísis 2.6 er gert ráð fyrir að næsta gagnasöfnum fari fram að 10 – 20 árum liðnum eða 2016 – 2026. Meðfylgjandi er mynd úr skýrslunni sem sýnir 60 ára þróun strandarinnar miðað við „jafnvægisástand“, ósinn getur færst um 3 km og ströndin færst út eða inn um 100 – 200 m. 

Mynd 4. Yfirlitsmynd breyting á strandlengju við Héraðsflóa


Til eru loftmyndir og ljósmyndir af strandlengjunni sem sýna þær breytingar sem hafa orðið. Strandlengjan hefur verið kortlögð í tengslum við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar, bæði gróður og jarðfræði og gerðar dýptarmælingar í sniðum út frá ströndinni. Dýralíf á landi og í sjó hefur verið kannað svo og sjávarnytjar. Haustið 2006 var bætt við mælingum á sniðum á landi ásamt mælingum á strandlínunni sjálfri. 

Forsendur fyrir vali á vísi

Kárahnjúkavirkjun mun hafa þau áhrif að mikið mun draga úr þeim aurburði sem Jökulárnar tvær bera til sjávar sem getur haft áhrif á staðsetningu strandlengju Héraðsflóa og gróður nálægt ströndinni. Láglendi á Úthéraði er að stórum hluta myndað og mótað af jökulánum tveimur sem um það renna, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti. Af þeim ber Jökulsá á Dal fram mun meira af aur og er aurburðurinn áætlaður nema um 7-8 milljónum tonna á ári. Framburður Lagarfljóts er mun minni. Megnið af þessum framburði ánna berst til sjávar. Árnar tvær hafa sameiginlegan ós við Héraðsflóa. Strönd flóans og lega óssins mótast af samspili framburðarins og rofkrafta sjávaröldunnar. Ósinn hefur verið að færast norður og gera má ráð fyrir að ströndin sé enn að færast utar við núverandi aðstæður.

Við virkjun Jökulsár á Dal mun megnið af framburði árinnar setjast til í Hálslóni, þar sem í meðalári setjast til um 6,0 milljónir tonna af efni. Eftir að framburður aurs til strandarinnar stöðvast mun núverandi jafnvægi raskast og gera má ráð fyrir að ströndin hopi. Einnig mun hugsanleg hækkun á sjávarstöðu vegna gróðurhúsaáhrifa flýta fyrir rofi strandarinnar.

Samkvæmt reiknilíkönum er áætlað að rof strandarinnar verði um 280 metrar fyrstu 100 árin eftir að rekstur virkjunar hefst. Rof þetta verður ekki endilega samfellt heldur mótast af illviðrum, brimi og öðrum aðstæðum t.d. vegna hækkaðrar sjávarstöðu. Eyðing gróðurs vegna rofs á strönd er talin verða minni en sem nemur landeyðingu af völdum rofsins.

Uppfært: 18. febrúar 2015


Upprunalegar forsendur fyrir vali á vísi

Kárahnjúkavirkjun mun hafa þau áhrif að mikið mun draga úr þeim aurburði sem Jökulárnar tvær bera til sjávar og þetta getur haft áhrif á staðsetningu strandlengju Héraðsflóa og gróður nálæft ströndinni. Láglendi á Úthéraði er að stórum hluta myndað og mótað af jökulánum tveimur sem um það renna, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti. Af þeim ber Jökulsá á Dal fram mun meira af aur og er aurburðurinn áætlaður nema um 7-8 milljónum tonna á ári. Framburður Lagarfljóts er mun minni. Megnið af þessum framburði ánna berst til sjávar. Árnar tvær hafa sameiginlegan ós við Héraðsflóa. Strönd flóans mótast af samspili framburðarins og rofkrafta sjávaröldunnar og gera má ráð fyrir að ströndin sé enn að færast utar við núverandi aðstæður.

Við virkjun Jökulsár á Dal mun megnið af framburði árinnar setjast til í Hálslóni, þar sem um 6,5-7,0 milljónir tonna af efni sest til á ári. Eftir að framburður aurs til strandarinnar stöðvast mun núverandi jafnvægi raskast og gera má ráð fyrir að ströndin hopi. Einnig mun hugsanlega hækkun á sjávarstöðu vegna gróðurhúsaáhrifa flýta fyrir rofi strandarinnar. 

Samkvæmt reiknilíkönum er áætlað að rof strandarinnar verði um 280 metrar fyrstu 100 árin eftir að rekstur virkjunar hefst. Rof þetta verður ekki endilega samfellt heldur mótast af illviðrum, brimi og öðrum aðstæðum t.d. vegna hækkaðrar sjávarstöðu. Eyðing gróðurs vegna rofs á strönd er talin verða minni en sem nemur landeyðingu af völdum rofsins.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

LV-2018/096 - Gróðurbreytingar 2006-2017 við Lagarfljót og Jökulsá á Dal á Úthéraði

LV-2018/096 - Gróðurbreytingar 2006-2017 við Lagarfljót og Jökulsá á Dal á Úthéraði

2018

Árið 2006 hófst vöktun á gróðri og grunnvatnsstöðu á Úthéraði. Markmiðið var að rannsaka áhrif breytinga á vatnafari Lagarfljóts og Jökulsár á Dal í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar á fyrrnefnda þætti. Í upphafi var vöktunin unnin af Náttúrufræðistofnun Íslands en Náttúrustofa Austurlands tók við umsjón verkefnisins árið 2017. Niðurstöður sýna að breytingar hafa orðið á gróðri. Breytingarnar eru mismunandi eftir svæðum, tengjast breyttri grunnvatnsstöðu en mótast einnig að aðstæðum. Á svæðum við Lagarfljót hefur land blotnað og þekja votlendistegunda hefur aukist. Við Jökulsá á Dal bendir til að land hafi þornað að einhverju leyti og þar hefur dregið úr þekju votlendistegunda.

Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kvikmynd um færslu óss Lagarfljóts og Jöklu.