Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is
Mynd 1.  Meðalatvinnuleysi á Austurlandi samanborið við landið allt 2005 - 2021. Ath. 2020 var vísirininn endurreiknaður þar sem Höfn í Hornafirði var tekin út úr atvinnuleysistölum fyrir Austurland.

 

Uppfært:  8. júní 2022
Heimild:  Vinnumálastofnun

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Hlutfall atvinnulausra á Austurlandi og Íslandi. (Áhrif framkvæmda: óbein)


Áætlun um vöktun

Vinnumálastofnun safnar þessum upplýsingum mánaðarlega.


Markmið

Hlutfall atvinnulausra á Austurlandi lægra eða jafnt hlutfalli á landsvísu.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 12.2 . Þá hét hann Atvinnuleysi og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 3.4.3 Atvinnuleysi
2007 1.13 Atvinnuleysi

Árið 2020 var vísirinn endurreiknaður fyrir Austurlandið. Eldri útreikningar innihéldu tölur frá Höfn í Hornafirði sem tilheyrir ekki lengur útreikningum fyrir Austurland.

 

 

Grunnástand

Sjálfbærni.is
Mynd 2.   Meðalatvinnuleysi á mánuði á Austurlandi og Íslandi 1980 - 2004.

Forsendur fyrir vali á vísi

Langtíma atvinnuleysi getur skapað margvíslegan félagslegan og efnahagslegan vanda. Samfélög reyna því flest að forðast löng tímabil þar sem atvinnuleysi er mikið enda er slíkt ástand ekki æskilegt frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar. Þau störf sem framkvæmdirnar á Austurlandi skapa munu setja af stað keðjuverkun sem getur leitt til talsverðra breytinga á vinnumarkaði svæðisins og þetta gæti haft áhrif á atvinnuleysistölur. Ekki er þó augljóst að ný störf dragi úr atvinnuleysi. Áður hefur stöðnun á vinnumarkaði fremur leitt til brottflutnings fólks af svæðinu og þangað sem meiri vinnu er að finna, frekar en langtíma atvinnuleysis. Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi, t.d. ef ekki er jafnvægi í þeim fjölda starfa sem skapast fyrir karla og konur (hvort sem um er að ræða bein eða afleidd störf), að atvinnuleysi aukist þrátt fyrir fjölgun starfa.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005