Fara í efni

Framvinda

Sjálfbærni.is

Mynd 1. Þróun fasteignaverðs á Austurlandi á árunum 2001 - 2018 í samanburði við landið allt, landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs 2019.

Sjálfbærni.is

Mynd 2. Fjöldi kaupsamninga sem hlutfall af fjölda kaupsamninga á árinu 2001; Austurland, landsbyggðin, höfuðborgarsvæðið og landið allt.

Sjálfbærni.is

Mynd 3. Meðalfasteignaverð sem hlutfall af meðal launatekjum á ári.

Hrágögn í excel fasteignaverð

Hrágögn í excel fasteignaverð/tekjur

Uppfært: 14. apríl 2019
Heimildir:

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Meðal fasteignaverð á Austurlandi og á landsvísu borið saman við breytingar á meðaltekjum. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

Upplýsingum verður safnað af heimasíðu Fasteignamats ríkisins.

Markmið

Markmið á ekki við

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 6.2. Þá hét hann Framfærslukostnaður og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 3.1.2 Fasteignaverð
2007 1.15 Fasteignaverð

Grunnástand

Forsendur fyrir vali á vísi

Framkvæmdirnar á Austurlandi hafa ekki einungis skapað atvinnutækifæri og hækkað tekjur heldur hefur eftirspurn eftir fasteignum, vörum og þjónustu einnig aukist og þetta leiðir til breytinga á verðlagi. Húsnæði er stór þáttur í útgjöldum flestra heimila og þróun húsnæðisverðs gefur góða vísbendingu um kostnað sem fylgir því að búa á ákveðnum svæðum. Fólksflutningar frá Austurlandi um og eftir aldamótin leiddu til stöðnunar á fasteignamarkaði. Einhverja hækkun á húsnæðismarkaði má því túlka sem jákvæða þróun en til lengri tíma litið skiptir máli að þróun fasteignaverðs sé í samræmi við tekjuþróun á svæðinu.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005