Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is
Mynd 1.   Losun CO2 og PFC efna vegna hvers tonns sem framleitt er af áli (tonn CO2 (-ígildi)/tonn ál).  Losun PFC efna var meiri á gangsetningartíma álversins en þegar rekstur þess er kominn í jafnvægi.  Á árinu 2010 komu upp ófyrirséð atvik sem höfðu áhrif á stöðugleika kerskálanna og þar með losun gróðurhúsalofttegunda.  Í eðlilegum rekstri ætti losun CO2 að vera 1,67 tonn/tonn ál.  Á árinu 2010 kom upp bruni sem skýrir hækkun losunar PFC milli áranna 2009 og 2010.

 

 
Sjálfbærni.is
Mynd 2.  Heildarlosun SF6 gefin upp sem tonn ígildi CO2.  Ath!  Losun frá Fljótsdalsstöð er vegna leka frá rafbúnaði sem er skráður þegar fyllt er á fyrir nokkur ár í senn. Notast er við hlýnunarmáttsstuðul (m.v. 100 ár) sem UST gefur út við útreikninga.

 
Sjálfbærni.is
Mynd 3. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis hjá Alcoa Fjarðaál

 

 
Sjálfbærni.is
Mynd 4. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis hjá Fljótsdalsstöð (kg CO2-ígildi fyrir hverja framleidda MW-stund). Stuðlar sem notaðir við útreikninga hafa verið frá UST til og með 2018 (díselolía (lítrar) * 2,725 + bensín (lítrar) * 2,723 = kg CO2-ígildi fyrir hverja framleidda MW-stund). Frá 2019 hefur verið stuðst við stuðla frá GOV.UK (díselolía (lítrar) * 2,68697 + bensín (lítrar) * 2,31495 = kg CO2-ígildi fyrir hverja framleidda MW-stund).

Tafla 1.  Kolefnisbinding vegna verkefna sem Fjarðaál og Landsvirkjun standa fyrir á Íslandi (t CO2-ígildi/ári)
  Alcoa Fjarðaál  (tonn CO2-ígildi/ári) Fljótsdalsstöð (tonn CO2-ígildi/ári)
2010 19,4 4.800
2011 42 5.380
2012 55 5.380
2013 85 5.380
2014 151,5 5.380
2015 199,8 5.380
2016 239,8 5.380
2017 269,8 5.380
2018 297,4 5.380
2019 314,5 5.380
2020 314,5 5.380
2021 333,5 5.380
2022   5.380

Unnið hefur verið að uppgræðslu á vegum Landsvirkjunar á um 7.000 ha lands. Unnið er að mati á kolefnisbindingu út frá mælingum á svæðunum en heildarbinding er áætluð 4.000 tonn CO2 á ári.

Í töflu 1 er metin kolefnisbinding vegna verkefna sem Fjarðaál og Landsvirkjun standa fyrir á Íslandi. Nettó binding Landsvirkjunar vegna Fljótsdalsstöðvar er sýnd í töflu 2.

Tafla 2. Nettó kolefnisbindinga Landsvirkjunar vegna Fljótsdalsstöðvar (t CO2-ígildi/ári)
  Binding með landgræðslu Losun vegna losunar SF6 frá rafbúnaði Losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis Losun frá lónum Heildarlosun Nettó binding
2011 5.380 - 54 1.140 1.194 4.186
2012 5.380 - 54 1.140 1.194 4.186
2013 5.380 - 58 1.140 1.198 4.182
2014 5.380 53 55 1.140 1.248 4.132
2015 5.380 - 50 866 916 4.464
2016 5.380 - 52 997 1.049 4.331
2017 5.380 - 44 1.110 1.154 4.226
2018 5.380 114 41 1.054 1.209 4.171
2019 5.380 - 50 1.133 1.183 4.197
2020 5.380 - 41,9 1.014 1.056 4.324
2021 5.380 26 47,2 926 999 4.381
2022 5.380 - 33,5 1.056 1.090 4.290

a: Binding með landgræðslu - heildarlosun ( losun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis + losun SF6 frá rafbúnaði + losun frá lónum) = nettó binding.

Uppfært: 20. desember 2022.
Heimild
: Alcoa Fjarðaál, 2009 - 2022, Landsvirkjun (2009-2022)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?
 1. Losun koltvísýrings (CO2) og PFC við framleiðslu áls. (Áhrif: bein).
 2. Losun SF6 frá rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og álveri. (Áhrif: bein).
 3. Losun GHL vegna bruna jarðefnaeldsneytis reiknuð út frá heildarnotkun á bensíni og díselolíu, aðallega á farartæki og vélar.
 4. Kolefnisbinding vegna verkefna sem Fjarðaál stendur fyrir á Íslandi og Landsvirkjun stendur fyrir á Austurlandi að frádreginni losun GHL frá lónum (Áhrif: bein).
Áætlun um vöktun
 1. Heildarlosun CO2-ígilda = CO2 losun kerja + CO2-ígilda (PFCs) rafskauta + CO2 losun véla sem eyða jarðefnaeldsneyti. Upplýsingum verður safnað mánaðarlega.
  1. CO2 losun kerja (t) = 44/12 * nettó kolefnislosun (t)
  2. CO2-ígildi losun rafskauta = Reiknað út frá massajafnvægi
  3. CO2 losun vegna eldsneytiseyðslu. (t) = [notkun própans (lítrar) * 1,5 kg CO2/lítrar)]/1000 (kg/t)
 2. Gasþrýstingur (SF6) í rofabúnaði segir til um mögulegan leka og er því stöðugt vaktaður af stjórnstöðvum Alcoa Fjarðaál og Landsvirkjunar. Við þrýstifall fær stjórnstöð viðvörun og gripið er til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari leka og gasfyllt aftur á búnaðinn ef með þar. Auk þess er gasáfylling á rofabúnaðinn skráð og síðan yfirfarin með árlegri viktun á birgðastöðu.
 3. Breytistuðlar eru notaðir til að umreikna magn á keyptu jarðefnaeldsneytis í CO2-ígildi. Díselolía (lítrar) * 2,687 + bensín (lítrar) * 2,315 = kg CO2-ígildi. Upplýsingum er miðlað árlega frá Fljótsdalsstöð en mánaðarlega frá Fjarðaáli.
 4. Nákvæmari upplýsingar um bindingu kolefnis verða kynntar árið 2017. Landgræðsla ríkisins vinnur um þessar mundir að fyrstu úttektum á kolefnisbindingu í gróðri samkvæmt nýju alþjóðlegum verkferlum. Áætlað er að úttekt á landgræðslusvæðum Landsvirkjunar samkvæmt þessum nýju verkferlum verði lokið 2019. Eftir það verða mælingar gerðar reglulega á fimm ára fresti. Þangað til er áætluð losun reiknuð út frá stærð landgræðslusvæða á Austurlandi og áætluð binding samkvæmt bindistuðlum Landgræðslunnar sem er um 1 tonn CO2-ígilda á hektara á ári.
  Fjarðaál metur að kolefnisbinding fyrirtækisins sé 19,4 t. CO2/ári, miðað við þau tré sem fyrirtækið hefur staðið fyrir að setja niður frá árinu 2003.

Landsvirkjun hefur stundað rannsóknir á losun frá lónum frá árinu 2003, í samvinnu við bæði Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskóla Íslands og standa þessar rannsóknir enn yfir. Niðurstöður þeirra hafa verið að þroskast með tímanum og því uppfærðar þegar nýjar niðurstöður liggja fyrir.  Búið er að uppfæra niðurstöður síðustu fjögurra ára út frá nýjustu þekkingu og mælingum.  Unnið að endurútreikningum fyrir árin 2007 - 2015 skv. nýjustu rannsóknum og verða niðurstöður uppfærðar hér þegar þær liggja fyrir. 

Markmið
 1. 1,5 tonn CO2/tonn áls framleitt (Sjá samanburðarskýrslu um mat á umhverfisáhrifum)
  i. 0,05 rismínútur í keri á dag (=0,054 CO2-ígildi/tonn áls framleitt) þegar rekstur og ferli hafa náð stöðugleika eftir stillingar í byrjun.
 2. < 0,5 % leki á ári.
 3. Notkun á bensín og díselolíu.
  i. Fljótsdalsstöð: Draga úr notkun á bensíni og díselolíu þar til lágmarks notkun hefur verið skilgreind. Þá verður nákvæmara markmið sett. Markmið fyrir verktaka á byggingartíma er ekki til staðar en notkun var vöktuð og upplýsingum miðlað.
  ii. Fjarðaál:Draga úr notkun á bensíni og díselolíu um 10% af því sem skilgreint verður sem grunnástand (á enn eftir að skilgreina) á 2ja ára fresti í 10 ár (samtals 50% samdráttur á áratug). Markmið á einungis við um rekstrartíma en vöktun mun einnig eiga sér stað á byggingartíma.
 4. Kolefnisbinding
  i. Fljótsdalsstöð: Kolefnisbinding jöfn eða meiri en losun GHL frá gróðri og jarðvegi sem hvarf undir lón.
  ii. Fjarðaál: Lágmark 450 tré gróðursett árlega á Íslandi fram til 2007. Markmið verður hækkað árið 2008 fyrir það sem eftir er af verkefninu.
Mögulegar viðbragðaðgerðir

Fyrirtækin hafa bein áhrif með starfsemi sinni með því að losa gróðurhúsalofttegundir. Í rekstri er leitast við að minnka vægi gróðurhúsalofttegunda eins og hægt er og einnig með mótvægisaðgerðum eins og kolefnisbindingu.

Bæði Alcoa og Landsvirkjun hafa umhverfisstefnur sem hægt er að kynna sér betur hér:

Stefnuyfirlýsing Fjarðaáls

Umhverfisstefna Landsvirkjunar

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 32.1 og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 3.  Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.4.5 Gróðurhúsalofttegundir
2007 2.13 Losun gróðurhúsalofttegunda

Grunnástand

Grunnástand vegna losunar kodíoxíðs frá farartækjum sem tengjast framkvæmdum á byggingartíma er núll þar sem ekkert var losað áður en framkvæmdir hófust.

Forsendur fyrir vali á vísi

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt málefni sem bæði ríkisstjórnir, fyrirtæki og almennir borgarar þurfa að horfast í augu við og láta sig varða. Fjarðaál og Landsvirkjun hafa bæði á stefnuskrá sinni að halda losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í lágmarki. Álframleiðsla er orkufrek en sú ákvörðun að nota vatnsafl í stað jarðefnaeldsneytis leiðir til þess að sú losun verður mun minni en annars hefði orðið. Engu að síður losnar töluvert af gróðurhúsalofttegundum (CO2 og PFC-efni) út í andrúmsloftið frá iðnaðarferlum sem eiga sér stað við álframleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna orkuvinnslu í Fljótsdalsstöð er aðalega vegna losunar frá lónum sem á sér stað þegar gróður og jarðvegur fer undir vatn en einnig er viss hætta á leka á gróðurhúsalofttegundinni SF6 gasi sem notuð er í tengivirkjunum stöðvarinnar. Þá er losun vegna bruna jarðefnaeldsneyti sem notað er á bíla og tæki beggja fyritækjanna.

Frá árinu 2007 til og með 2012 voru í gildi lög nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Í júní 2012 var umfangsmeiri löggjöf sett um þennan málaflokk með lögum 70/2012 um lofslagsmál sem felldu að hluta fyrri lög úr gildi, þó einstök ákvæði gildi þeirra laga gildi enn. Samkvæmt lögunum þarf atvinnurekstur sem losar ákveðið magn koldíoxíðs á ári að afla losunarheimilda, Alcoa Fjarðaál fellur undir þetta ákvæði og hefur verið úthlutað losunarheimildum frá Umhverfisstofnun í samræmi við núgildandi lög.

Uppfært: 1.4.2015

Upphaflegar forsendur

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt málefni sem bæði ríkisstjórnir, fyrirtæki og almennir borgarar þurfa að horfast í augu við og láta sig varða. Fjarðaál og Landsvirkjun hafa hvort um sig á stefnuskrá sinni að halda losun gróðurhúsalofttegunda vegna framkvæmda í lágmarki. Álframleiðsla er orkufrek en sú ákvörðun að nota vatnsafl í stað jarðefnaeldsneytis leiðir til þess að sú losun verður mun minni en annars hefði orðið. Engu að síður losnar töluvert af gróðurhúsalofttegundum (CO2 og PFC-efni) út í andrúmsloftið frá iðnaðarferlum sem eiga sér stað við álframleiðslu. Lítil losun gróðurhúsalofttegunda er frá Kárahnjúkavirkjun en gastegundin SF6, sem notuð er í tengivirkjunum, gæti lekið út og verða gerðar ráðstafanir til að fylgjast með því. 

Samkvæmt Kyotóbókuninni er Íslandi heimilt að auka losun gróðurhúsalofttegunda um 10% miðað við 1990. Sérstakt ákvæði gildir hinsvegar um losun CO2 frá iðnaðarferlum (Decision 14/CP.7) og þarf ekki að telja þá losun með í heildartölum frá Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa ekki bundið í lög eða reglugerðir neinar takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda en hafa samráð við álfyrirtæki og hvetur þau til þess að setja sér markmið í þessum efnum.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

LV-2011-086 Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli

LV-2011-086 Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vatnsafli

2011

Í þessari skýrslu má finna niðurstöður mats á umhverfisáhrifum með aðferðarfræði vistferilsgreiningar fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð. Greiningin er gerð samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 14040 og 14044 en niðurstöður hennar varpa ljósi á þá þætti í framkvæmd og rekstri stöðvarinnar sem helst valda neikvæðum umhverfisáhrifum. Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar sýna að helstu umhverfisáhrifin má rekja til byggingartímans og losunar gróðurhúsalofttegunda frá uppistöðulónum.

Árleg losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á hverja unna GWst í Fljótsdalsstöð er um 0,25 g CO2-ígildi/kWst þegar ekki er tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu.
Þegar tekið hefur verið tillit til kolefnisbindingarinnar verður nettó losunin neikvæð, það er að segja að Landsvirkjun hefur unnið að bindingu kolefnis umfram losun sem jafngildir um 0,8 grömmum CO2-ígilda fyrir hverja framleidda kWst af vatnsorku.

Ólíkt því sem gerist í flestum öðrum löndum þá er losun GHL frá raforkuvinnslu á Íslandi tiltölulega lítil, enda er langstærstur hluti vinnslunnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum þ.e. vatnsafli og jarðvarma. Vistferilsgreining (e. Life Cycle Assessment) sem gerð var fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð (2011) gefur upplýsingar um meðaltalsgildi fyrir losunar GHL fyrir framleiðslu raforku í stöðinni yfir 100 ára tímabil. Vistferilsgreiningin er sú fyrsta sem gerð hefur verið fyrir vatnsaflsvirkjun á Íslandi og með henni fæst samanburður á umhverfisáhrifum orkuvinnslu með vatnsafli á Íslandi við vatnsorkuvinnslu annarsstaðar í heiminum og við ýmsar aðrar tegundir orkuvinnslu. Losunin frá raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð er margfalt minni en frá flestum öðrum tegundum raforkuvinnslu eins og má sjá á samantekt á losun GHL frá mismunandi raforkuvinnslu á Mynd 1.
Gera verður greinarmun á árlegu kolefnisspori vatnsaflsvirkjana sem reiknað er út frá árlegri notkun jarðefnaeldsneytis, losun frá lónum og bindingum með landgræðslu og kolefnisspori sem reiknað er með aðferðafræði vistferilsgreiningar.

Hið árlega kolefnisspor sem lýsir losun og bindingu GHL (-0,8 g CO2-ígildi/kWst) sem tengist orkuvinnslu frá stöðinni eitt ákveðið starfsár. En kolefnisspor raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð, reiknað með aðferðafræði vistferilsgreiningar (2,6 tonn CO2-ígildi/GWst) gefur upplýsingar um það hve mikið magn GHL losnar að meðaltali við vinnslu hverrar GWst sem framleidd er í stöðinni á 100 árum. Er þá meðtalin öll losun frá byggingu, rekstri og viðhaldi stöðvarhúss og stíflna. Því er ekki beint hægt að bera saman kolefnissporin fyrir raforkuvinnslu í Fljótsdalsstöð og kolefnisspor frá rekstri stöðvarinnar.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á að meta umhverfisáhrif (kolefnisspor), vegna framleiðslu á eigin vöru eða þjónustu, geta nýtt sér niðurstöður vistferilsgreiningar sem viðmið fyrir kolefnisspor raforkuvinnslu með vatnsafli á Íslandi.
Þá má einnig benda á að binding kolefnis á landgræðsluvæðum Fljótsdalsstöðvar eru byggðar á stærð landgræðslusvæða og áætlun um að á hvern hektara bindist árlega eitt tonn CO2-ígilda. Unnið er að rannsókn á raunbindingu á landgræðslusvæðunum og munu niðurstöður liggja fyrir fyrir árslok 2012 og þá einnig réttara mat á kolefnisbindingu og kolefnisspori Fljótsdalsstöðvar.

Skýrsla um vistferilsgreiningu: Vistferilgreining raforkuvinnslu með vatnsafli - Fljótsdalsstöð LV-2011-086

 

Mynd 5.:Kolefnisspor Fljótsdalsstöðvar: Árleg nettó losun/binding kolefnis við rekstur stöðvarinnar