Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1.  Fjöldi heimsókna til Fjarðaáls og í Fljótsdalsstöð á árunum 2004 - 2023.

Áður en álverið hóf starfsemi sína var Alcoa Fjarðaál með gestastofu skammt frá álverslóðinni. Ekki er lengur tekið á móti gestum í álver. Frá og með árinu 2014 var reglulegum skoðunarferðum með gesti hætt.

Landsvirkjun var með gestastofu fyrir Kárahnjúkavirkjun og Fljótsdalsstöð í Végarði til ársins 2013. Árin 2014 og 2015 var ekki rekin gestastofa sem opin var almenningi. Tekið var á móti faghópum í stöðvarhúsi Fljótsdalsstöðvar, sem og að leiðsögumaður tók á móti gestum við Kárahnjúkastíflu. Leiðsögnin var tvisvar í viku, þrjá tíma í senn á tímabilinu 18/6 - 23/8. Upplýsingar um heimsóknir 2014 - 2022 eru sýndar á Mynd 2.

 
Sjálfbærni.is

Mynd 2.  Fjöldi gesta í Fljótsdalsstöð og í leiðsögn við Kárahnjúkastíflu 2014 - 2022.

* Árið 2019 voru aðeins taldar gestakomur í stöð.

Uppfært: 19. mars 2024
Heimild: Landsvirkjun (2024) og Alcoa Fjarðaál (2005 - 2017)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Fjöldi heimsókna til Fjarðaáls og í Fljótsdalsstöð. (Áhrif framkvæmda: bein).


Vöktun

Landsvirkjun og Fjarðaáli fylgjast með fjölda gesta á virkjunarsvæði og í álver og safna upplýsingum jafnóðum.

Markmið

Fjöldi heimsókna í Fjarðaál og Fljótsdalsstöð og á Kárahnjúkasvæðið eykst eftir að jafnvægi hefur verið náð eftir hápunkt í upphafi.

Mögulegar viðbragsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 13.1d og var þá hluti af vísi sem hét ferðaþjónusta.  Umfjöllun um vísinn má finna undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1.   Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.2.4 Heimsóknir í Fjarðaál og Fljótsdalsstöð
2007 3.1d Ferðaþjónusta

Grunnástand

Tafla 2.  Heimsóknir í álver og Fljótsdalsstöð á árunum 2004 og 2005
  Fljótsdalsstöð   Alcoa Fjarðaál
2004 11.601  
2005 11.881 2.300

Forsendur fyrir vali á vísi

Fjöldi ferðamanna heimsækir Austurland til að upplifa náttúru svæðisins, fossa, landslag og sérstæð náttúrufyrirbæri. Framkvæmdirnar geta haft áhrif á ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðamönnum gæti fjölgað vegna áhuga á framkvæmdum, auðveldara aðgengi að svæðum og fleiri viðskiptatengdum ferðum. En umhverfisáhrif virkjunar gætu einnig haft þau áhrif að einhverjum ferðamönnum kann að þykja svæðið síður áhugavert en áður. Ferðamenn geta komist til Austurlands á bíl, með rútu eða flugvél. Flugvöllur er á Egilsstöðum, sem jafnframt er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug, og frá Egilsstöðum eru góðar vegatengingar við flest svæði á Austurlandi.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005