Fara í efni

Framvinda

b-c Heildarmagn úrgangs sem er urðaður og endurunninn.
Tafla 1. Heildarmagn úrgangs frá Fljótsdalsstöð (kg)
Ár Úrgangur í urðuna Úrgangur í endurvinnslub Spilliefni
2007 870 - -
2008 802 1.904 612
2009 2.702 4.507 268
2010 31.470 67.435 401
2011 13.400 11.050 1.080
2012 10.160 1.568 170
2013 4.220 4.730 281
2014 3.030 4.920 1.720
2015 5.930 15.100 1.743
2016 8.950 21.590 1.218
2017 4.600 4.320 12.585c
2018 2.820 3.595 543
2019 1.960 2.645 852
2020 2.600 1.307 1.074
2021 4.088 3.870 2.658
2022 2.480 140 991
a: Óflokkaður úrgangur
b: Timbur, málmar, dekk,  plast, pappír og lífræn efni.

c: Tjörumengaður sandur (sandblásturssandur) 12.000 kg

Uppfært: 31. mars 2023
Heimild:  Landsvirkjun (2023)

Tafla 2. Heildarmagn úrgangs frá Alcoa Fjarðaál (tonn)
Ár Úrgangur í urðuna Úrgangur til endurvinnslub Sértæk spilliefni frá framleiðsluc Önnur spilliefni
2008 252 45.590 3.320 59
2009 223 45.512 5.379 104
2010 206 42.129 4.629 119
2011 171 39.096 4.882 114
2012 190 46.285 7.586 82
2013 162 49.607 13.992 72
2014 138 52.737 12.987 105
2015 264 52.099 9.930 112
2016 337 54.861 6.543d 115
2017 342 48.515 5.679 158
2018 127 51.967 5.699 136
2019 4.654 59.018 10.018 166
2020        
2021        

a: Til urðunar fer fyrst og fremst lífrænn úrgangur
b: Flokkaður úrgangur frá framleiðslu (að mestu hreinsuð forskaut úr álbræðslu) og almennur flokkaður úrgangur s.s. brotamálmar, plast, pappír og timbur. Óflokkaður úrgangur er sendur til brennslu.
c: Spilliefni sem myndast eingöngu við framleiðslu á áli s.s. kerbrot og álgjall. Öll sértæk spilliefni fara í endurvinnslu.
d: Hluti af magni sértækra spilliefna var sent til endurvinnslu á árinu 2017

Uppfært: 4. júní 2020
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2019-2020)


 d. Magn kerbrota sem send voru til endurvinnslu á hvert framleitt tonn af áli (kg/tonn)
Tafla 3. Magn kerbrota sem send voru til endurvinnslu frá fjarðaáli á hvert framleitt tonn af áli (kg/tonn)
Fjarðaál Magn (kg/t ál)
2011a 0,9b
2012 10,1
2013 27,0c
2014 28,2
2015 18,6
2016 7,6
2017 3,8
2018 3,0
2019 3,8
a: 2011 er fyrsta árið þar sem kerbrot voru send til endurvinnslu
b: Heildarmagn kerbrota var 318,5 tonn eða 0,93 kg kerbrota á hvert framleitt tonn af áli. Heildarframleiðsla áls var 340.742,13 tonn.

c: Magn kerbrota sveiflast milli ára og er háð því hversu mörg ker eru send í endurfóðrun. Áætlun um endurfóðrun getur verið frá 0 - 100 ker á ári. Magn kerbrota í hverju keri er tæplega 100 tonn. Framleiðsla áls er alltaf nokkuð stöðug milli ára, en þetta skýrir sveiflur í magni kerbrota á hvert framleitt tonn.

Uppfært: 4. júní 2020
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2019 - 2020)


Byggingartími

a. Heildarmagn úrgangs skilinn eftir/urðað á virkjunarsvæði

Rauntölur um heildarmagn úrgangs eru ekki til. Steypa, óvirkur úrgangur, var urðuð í jörðu á haugsvæðum og námusvæðum framkvæmdasvæða. Við frágang svæða var gerð krafa um a.m.k. 4 metra þykkt lag af jarðvegi ofan á steypuna og ennfremur að landmótun tæki mið af landslagi. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur haft eftirlit með úrgangi sem tengdur er framkvæmdum á virkjunarsvæði.

b. Heildarmagn sorps sem var urðað (í tonnum)
Tafla 4. Heildarmagn sorps sem urðað var (í tonnum) hjá Kárahnjúkavirkjun og Bechtel á árunum 2005-2010.
  2005 2006 2007 2008 2009 2010
Kárahnjúkavirkjuna 2.511 1.988 2.000 3.413 - 25,2
Bechtel 144 - - - - -

a: Til urðunar fór almennur, óflokkaður úrgangur.

Uppfært: 11. desember 2014
Heimild: Landsvirkjun 2005-2013 og Bechtel 2007.

c. Heildarmagn úrgangs sem var seldur eða endurunninn (í tonnum)
Tafla 5. Heildarmagn úrgangs sem var seldur eða endurunninn (í tonnum) hjá Kárahnjúkavirkjun og Bechtel á árunum 2005-2010
  2005 2006 2007 2008 2009 2010
Kárahnjúkavirkjun 1.861 2.465 2.000 16.736 - 76,25
Bechtel 336          

Uppfært: 11. desember 2014
Heimild: Landsvirkjun 2005-2013 og Bechtel 2007.

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?
 1. Heildarmagn úrgangs skilinn eftir/urðaður á virkjunarsvæði. (Áhrif framkvæmda: bein).
 2. Heildarmagn úrgangs sem er urðaður. (Áhrif framkvæmda: bein).
 3. Heildarmagn úrgangs sem er endurunninn. (Áhrif framkvæmda: bein)
 4. Kerbrot sem eru endurunnin. (Áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
 1. Upplýsingum verði safnað jafnóðum úr mánaðarlegum skýrslum frá verktökum á virkjunarsvæði
 2. Upplýsingum verði safnað jafnóðum úr losunarskýrslum.
 3. Upplýsingum verði safnað jafnóðum.
 4. Upplýsingum verði safnað jafnóðum
Markmið
 • Úrgangur sendur til sorpeyðingar eða urðun úrgangs
  • Fjarðaál: Enginn úrgangur verði urðaður.
  • Kárahnjúkavirkjun: Enginn úrgangur verði skilinn eftir eða urðaður á virkjunarsvæði við lok framkvæmda (annað en steypa frá byggingartíma).
 • Endurvinnsla
  • Fljótsdalsstöð: Endurvinnsla uppfylli að lágmarki endurvinnslumöguleika á svæðinu.
  • Fjarðaál: Allur úrgangur verði seldur eða endurunninn.
 • Fjarðaál: 100 % kerbrota verði endurunnin.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Bæði Alcoa og Landsvirkjun hafa umhverfisstefnur sem eru settar til að virða umhverfið.

Sjá nánar:
Alcoa og umhverfið

Landsvirkjun: Umhverfismál

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 6.maí 2015 voru eftirtaldar breytingar samþykktar:

Tafla 6. Breytingar á vísi samþykktar á ársfundi 2015 á "Hvað er mælt?"
Liður Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu
b. Heildarmagn úrgangs sem er urðaður á hverju ári Heildarmagn úrgangs sem er urðaður
c. Hlutfall úrgangs sem er seldur eða endurunninn á hverju ári Heildarmagn úrgangs sem er endurinninn
d.  Kerbrot sem eru endurnotuð/endurunnin á hverju ári Kerbrot sem eru endurunnin

Rökstuðningur breytinga:

Lagt er til að ekki sé aðgreint hvort úrgangur er seldur eða endurnýttur á annan hátt, gefið verði upp heildamagn frekar en hlutfall úrgangs til endurvinnslu og að í d-lið verði fellt niður "endurnotuð" þar sem kerbrot eru í raun eingöngu endurunnin en aldrei endurnotuð.


Þessi vísir var upphaflega númer 23.1. Þá hét hann Magn og meðhöndlun sorps og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 7. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.4.1 Magn og meðhöndlun úrgangs
2007 2.10 Magn og meðhöndlun úrgangs

Grunnástand

Tafla 8. Heildarmagn úrgangs frá Fljótsdalsstöð (kg)
Ár Úrgangur í urðuna Úrgangur í endurvinnslub Spilliefni
2007 870 - -
Tafla 9. Heildarmagn úrgangs frá Alcoa Fjarðaál (tonn)
Ár Úrgangur í urðuna Úrgangur til endurvinnslub Sértæk spilliefni frá framleiðsluc Önnur spilliefni
2008 252 45.590 3.320 59
Tafla 10. Magn kerbrota sem send voru til endurvinnslu frá fjarðaáli á hvert framleitt tonn af áli (kg/tonn)
Fjarðaál Magn (kg/t ál)
2011a 0,9b

Forsendur fyrir vali á vísi

Íslensk lög og reglugerðir skapa grunn að stefnumörkun í sorpmálum en lögin byggja á tilskipunum Evrópusambandsins. Meginmarkmið í þessari stefnu eru m.a. þau að draga úr heildarmagni sorps, auka endurvinnslu og endurnýtingu og draga úr því magni sorps sem er urðað.

Fjarðaál og Landsvirkjun hafa bein áhrif á hvernig meðhöndlun sorps er háttað hjá fyrirtækjunum og geta því haft áhrif á að þessi meðhöndlun sé í samræmi við stefnu íslenskra stjórnvalda.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005