Fara í efni

Framvinda

Til að fylgjast með því hvort hávaði frá álverinu sé innan viðmiðunarmarka var hljóðstig í nánasta umhverfi álversins mælt 2008, 2012 og 2020. Helstu hávaðauppsprettur eru löndunarbúnaður og þurrhreinsistöðvar og voru mælingar framkvæmdar á meðan löndun var í gangi. Var hljóðstig mælt á 7 stöðum á Reyðarfirði, 4 stöðum við lóðamörk álversins, í landi Hólma, í þéttbýlinu á Reyðarfirði og sunnan fjarðarins til móts við álverið (Mynd 4). Viðmiðunarmörk við lóðamörk eru 70 dB(A) og voru allar mælingar innan þeirra marka. 

Niðurstöður mælinganna má sjá á myndum 1 - 3.  Mældur var meðalhljóðstyrkur.

Sjálfbærni.is
Mynd 1.  Hljóðstyrkur á daginn á 7 mælistöðvum í nágrenni álvers og í Reyðarfirði.

 

Sjálfbærni.is
Mynd 2. Hljóðstyrkur á kvöldin á 7 mælistöðvum í nágrenni álvers og í Reyðarfirði.

 

Sjálfbærni.is

Mynd 3. Hljóðstyrkur að nóttu á 7 mælistöðvum í nágrenni álvers og í Reyðarfirði.

Uppfært: 4. júní 2021
Heimild:  Alcoa Fjarðaál

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?
 • Meðalhljóðstyrkur, dB(A) á völdum mælistöðvum (Mynd 4) við Fjarðaál og í Reyðarfirði (Áhrif framkvæmda: bein)
Áætlun um vöktun
 • Gögnum var safnað einu sinni í mánuði vegna grunnástands, og síðan í hvert sinn sem hljóðstyrkur breytist eða á átta ára fresti.
Markmið
 • Hljóðstyrkur við Fjarðaál að degi/kveldi/nóttu dB(A)
  • Álver:  70/70/70
  • Léttur iðnaður/íbúðarhús:  55/50/40
  • Eingöngu íbúðarhús:  50/45/40
  • Sumarhús:  40/35/35
 • Hljóðstyrkur í Reyðarfirði
  • Byggingartími:  Minna eða jafnt og 65 dB(A)
  • Rekstrartími:  Minna eða jafnt og 55 dB(A)
Mögulegar viðbragðsáætlanir

Alcoa hefur bein áhrif með starfsemi sinni.  Viðbragðsáætlanir miða að því að halda hljóðstyrk í samræmi við sett markmið.

Mynd 4. Mælistaðir hljóðstyrks umhverfis álver.
Mynd 4.  Staðsetning hljóðmæla í umhverfi álvers. 

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 16.1 . Þá hét hann Hljóðmengun í Reyðarfirði og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.4.2 Hljóðmengun við álver
2007 2.11 Hljóðmengun við Fjarðaál og í Reyðarfirði

Grunnástand

Grunnstyrkur hljóða í byggð í Reyðarfirði er um 40-50 db. Byggingaframkvæmdir við álver hafa þegar hafist. Í mati á umhverfisáhrifum álvers kemur fram að búist er við að hávaði vegna framkvæmda verði innan við þau mörk sem skilgreind eru í reglugerð nr. 933/1999 um leyfilegan hámarkshávaða í íbúðabyggð á Íslandi.

Forsendur fyrir vali á vísi

Hávaði í næsta nágrenni við byggð getur haft áhrif á lífsgæði íbúa.  Stöðugur hávaði dregur úr aðdráttarafli svæðis til búsetu og getur haft neikvæð áhrif á búsetu til lengri tíma.  Tryggja þarf að hávaði frá álveri hafi ekki neikvæð áhrif á íbúa svæðisins.  Einhver hávaði mun stafa af flutningi hráefnis og búnaðar til og frá álveri, annarri umferð og frá rekstri sjálfs álversins.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

Hljóðmælingar vegna starfsleyfis

Hljóðmælingar vegna starfsleyfis

2020

Að beiðni Alcoa Fjarðaráls voru framkvæmdar hljóðmælingar fyrir utan lóð álversins. Samsvarandi mælingar voru áður framkvæmdar af HRV árið 2012, VST-Rafteikningu árið
2008 og Cowl árin 2006, 2005 og 2004. Allar þessar mælingar eru hluti af eftirliti vegna starfsleyfis álversins.

Mæliniðurstöðurnar sýna að viðmiðunarmörk starfsleyfisins um 70 dB(A) jafngildishljóðstig, fyrir öll tímabil sólarhringsins eru uppfyllt. Í starfsleyfi stendur: „Hávaði við húsvegg utan vinnusvæðis rekstraraðila skal ekki fara yfir 70 dB(A) á iðnaðarsvæði og 55 dB(A) í íbúðabyggð“

Hægt er að sjá skýrslur um hljóðmælingar o.fl. með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.