Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1.  Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar notar í þjálfun vegna vinnu.  (Áhrif framkvæmda:  bein). Ath 2020 var eingöngu framkvæmd nýliðaþjálfun hjá Alcoa ásamt þeirri þjálfun sem hægt var að framkvæma vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana.

Sjálfbærni.is

Mynd 2. Hlutfall starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með grunnmenntun (ISCED 1,2) borið saman við íbúa Höfuðborgarsvæðisins og utan Höfuðborgarsvæðis.  ATh.  enginn starfsmaður Fljótsdalsstöðvar fellur í þennan hóp.

Sjálfbærni.is

Mynd 3. Hlutfall starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með starfs- og framhaldsmenntun (ISCED 3,4) borið saman við íbúa Höfuðborgarsvæðisins og utan Höfuðborgarsvæðis.

Sjálfbærni.is

Mynd 4. Hlutfall starfsmanna Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar með háskólagráðu  (ISCED 5,6) borið saman við íbúa Höfuðborgarsvæðisins og utan Höfuðborgarsvæðis.  

Uppfært: 24. apríl 2024
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2009 -2024), Landsvirkjun (2009 - 2024), Hagstofa Íslands, sótt 12. maí 2020.

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?
 1. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar notar í þjálfun vegna vinnu (Áhrif framkvæmda: bein)
 2. Menntun starfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli og Fljótsdalsstöð (eftir kynjum) samanborið við menntun utan höfuðborgarsvæðis og menntun á landsvísu.  Könnun gerð á fimm ára fresti.  (Áhrif framkvæmda:  óbein):
  • Hlutfall með háskólagráðu (ISCED 5,6)
  • Hlutfall með starfs- og framhaldsmenntun (ISCED 3,4)
  • Hlutfall með grunnmenntun (ISCED 1,2)
Áætlun um vöktun
 1. Gögnum verður safnað árlega
  • Landsvirkjun:  Fyrirtækið hefur skráningarkerfi fyrir tíma sem fer í námskeið, en verkleg þjálfun er ekki skráð.  Þeim upplýsingum mun stöðvarstjóri virkjunar safna
  • Fjarðaál:  Upplýsingar frá gagnabanka mannauðsteymis.
 2. Gögnum safnað á fimm ára fresti.
  • Mannauðsteymi Fjarðaáls og Landsvirkjunar safna upplýsingum á fimm ára fresti um menntunarstig starfsfólks.  Hagstofa Íslands birtir upplýsingar um menntunarstig á landsvísu.  
 Markmið
  • Landsvirkjun:  Markmið á ekki við.  Landsvirkjun mun vakta og miðla upplýsingum
  • Fjarðaál:  Markmið á ekki við.  Fjarðaál mun vakta og miðla upplýsingum.
 1. Menntunarstig starfsmanna jafnt eða hærra en á landsvísu.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir.
 • Á ekki við, einungis um vöktun að ræða.

Uppfært: 16. maí 2015 - endurskoðað 12.maí 2020

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 6. maí 2015 var eftirfarandi breyting á vöktunaráætlun samþykkt.

Tafla 1. Breytingar á vísi samþykktar á ársfundi 2015. Hvað er mælt?
Texti fyrir breytingu: Texti eftir breytingu:
 1. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Landsvirkjunar notar í þjálfun vegna vinnu.
 2. Menntun starfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli og Landsvirkjun (eftir kynjum) í samanburði við menntun utan höfuðborgarsvæðis og menntun á landsvísu. Könnun gerð á fimm ára fresti
 1. Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar notar í þjálfun vegna vinnu.
 2. Menntun starfsfólks hjá Alcoa Fjarðaáli og Fljótsdalsstöð (eftir kynjum) í samanburði við menntun utan höfuðborgarsvæðis og menntun á landsvísu. Könnun gerð á fimm ára fresti.

Rökstuðningur breytinga: það er misræmi milli vöktunaráætlunar og þess sem mælt er. Í vöktunaráætlun er talað um starfsfólk Landsvirkjunar en niðurstöður eiga eingöngu við starfsmenn Fljótsdalsstöðvar enda snýst verkefnið um Austurland.


Þessi vísir var upphaflega númer 5.1 . Þá hét hann Menntun og þjálfun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.1.1 Menntun og þjálfun
2007 1.4 Menntun og þjálfun starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar

Grunnástand

Tafla 3.  Hlutfall vinnutíma sem starfsfólk Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar varði til námskeiða og þjálfunar á árinu 2007.
  Alcoa Fjarðaál    Landsvirkjun  
Hlutfall vinnutíma varið til námskeiða og þjálfunar 7,1% 11,5%

Tafla 4.  Menntun íbúa á aldrinum 17 - 64 ára á Höfuðborgarsvæðinu og utan Höfuðbogarsvæðis árið 2003
Menntunarstig Höfuðborgarsvæði Utan Höfuðborgarsvæðis
Karlar Konur Karlar Konur
Grunnmenntun (ISCED 1,2) 14,6% 20,3% 23,9% 29,2%
Starfs- og framhaldsskólamenntun (ISCED 3,4) 21,6% 16,3% 22,7% 11,0%
Háskólamenntun (ISCED 5,6,7,8) 12,6% 13,8% 5,6% 7,2%
Upplýsingar vantar 0,5% 0,4% 0,1% 0,3%
Samtals: 49,2% 50,8% 52,4% 47,4%

Forsendur fyrir vali á vísi

Aukin menntun og þjálfun starfsfólks skapar möguleika fyrir meiri framleiðni sem hefur jákvæð áhrif á efnahagsþróun svæðisins. Fjarðaál og Landsvirkjun geta fjárfest í starfsfólki sínu með því að bjóða upp á víðtæka þjálfun. Menntaðir og vel þjálfaðir starfsmenn geta farið fram á hærri laun en ella sem þýðir bætt efnahagsleg afkoma fjölskyldna.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005.

Ítarefni

Samfélagsábyrgð og menntamál

Samfélagsábyrgð og menntamál

2014

Kynning Berglindar Ránar Ólafsdóttur á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2014

Ísmennt2011 Flokkun menntunarstöðu