Framvinda
Landsvirkjun og Alcoa hafa látið Capacent gera ánægjukönnun á meðal starfsfólks fyrirtækjanna undanfarin ár og má sjá niðurstöðurnar hér fyrir neðan. Einkunnarskalinn í könnuninni er á bilinu 0 til 5. Ekki var gerð könnun hjá Fjarðaáli 2009 og ekki var gerð könnun hjá Landsvirkjun árin 2010 og 2012.
Mynd 1. Svör við spurningunum: "Á heildina litið er ég ánægð(ur) með Alcoa Fjarðaál sem vinnustað" og "Á heildina litið er ég ánægð(ur) í starfi mínu hjá Landsvirkjun" eftir því sem við á.
Meðaleinkunn fyrirtækja sem taka þátt:
Capacent Gallup gefur út meðaltal gagnabanka sem lýsir meðaltali þeirra fyrirtækja sem taka þátt í könnunum hjá þeim á 5 ára tímabili. Gagnabankinn er uppfærður 1 – 2 á ári og breytast þá meðaltalstölur. Oftast eru breytingar mjög litlar (0,01 – 0,03).
Samanburðarbil Capacent/Gallup:
Styrkleikabil: Fullyrðing fær meðaltalið 4,2 eða hærra á kvarðanum 1-5.
Starfshæft bil: Fullyrðing fær meðaltalið á bilinu 3,7- 4,19 á kvarðanum 1-5.
Aðgerðabil: Fullyrðing fær meðaltalið 3,69 eða lægra á kvarðanum 1-5.
Uppfært: 7. apríl 2022
Heimild: Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál.
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Reglubundin könnun Fjarðaáls og Landsvirkjunar meðal starfsfólks um ánægju með starf og vinnustað (áhrif framkvæmda: bein).
Áætlun um vöktun
Capacent Gallup sér um að gera kannanir innan fyrirtækjanna. Gögnum verður safnað árlega.
Markmið
- Fljótsdalsstöð: 4,2 eða hærra á mælikvarða Gallup.
- Fjarðaál: 4,2 eða hærra á mælikvarða Gallup.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Fyrirtækin hafa starfsmannastefnur sem stuðla að ánægju starfsfólks:
Breytingar á vísi
Á ársfundi verkefnisins 2014 var samþykkt breytingatillaga á vísinum.
Texti fyrir breytingu | Texti eftir breytingu |
---|---|
Áætlun um vöktun:
Markmið
|
Áætlun um vöktun:Capacent Gallup sér um að gera kannanir innan fyrirtækjanna. Gögnum verður safnað árlega. Markmið:
|
Þessi vísir var upphaflega númer 3.1 . Þá hét hann Ánægja starfsfólks Fjarðaáls og Landsvirkjunar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 4.1.2 | Starfsánægja |
2007 | 1.2 | Ánægja starfsfólks |
Grunnástand
Starfsánægja | 2008 |
---|---|
Landsvirkjun, allir starfsmenn | 4,31 |
Landsvirkjun, starfsmenn Fljótsdalsstöðvar | 4,40 |
Alcoa Fjarðaál, allir starfsmenn | 4,07 |
Meðaltal gagnabanka Capacent | 4,22 |
Forsendur fyrir vali á vísi
Fjarðaál og Landsvirkjun geta haft bein áhrif á vellíðan starfsmanna sinna. Starfsfólk sem er ánægt í starfi og sátt við vinnustaðinn er líklegra til að haldast lengur í starfi. Langur starfsaldur hefur jákvæð áhrif á efnahagslegan stöðugleika á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls. Með reglulegum könnunum um vinnustaðinn og ánægju í starfi geta Fjarðaál og Landsvirkjun fylgst með viðhorfum starfsmanna og brugðist við ef niðurstöður kalla á úrbætur