Fara í efni

Framvinda

 
Sjálfbærni.is
Mynd 1.  Heildarútflutningur Fjarðaáls sem hlutfall af heildarútflutningi frá Íslandi

 


 
Sjálfbærni.is
Mynd 2. Nettó útflutningur Fjarðaáls sem hlutfall af heildarútflutningi frá Íslandi.  Reiknað sem hlutfall viðskipta Fjarðaáls við íslenska aðila af heildarútflutningi frá Íslandi.

 

Uppfært: 25. júlí 2023
Heimildir: Alcoa Fjarðaál

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Heildarútflutningur Fjarðaáls sem hlutfall af heildarútflutningi frá Íslandi.

Áætlun um vöktun

Upplýsingum er safnað árlega.

Markmið

Markmið á ekki við. Verður vaktað og upplýsingum miðlað.

Mögulegar viðbragsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 3. maí 2016 var eftirfarandi breyting samþykkt á vöktunaráætlun vísisins.

Hvað er mælt?
Tafla 1.   Breytingar á vöktunaráætlun (Hvað er mælt?) samþykktar á ársfundi Sjálfbærniverkefnisins 2016.
Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu
Nettó útflutningur Fjarðaáls sem hlutfall af árlegum útflutningi frá Íslandi (krónur á ári). Heildarútflutningur Fjarðaáls sem hlutfall af heildarútflutningi frá Íslandi.

Rökstuðningur

Ágústa Björnsdóttir sérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaál talaði fyrir þessari breytingu á ársfundi verkefnisins 2015. Hugtakið nettó útflutningur er hvergi skilgreint en Það næsta sem hægt er að nálgast þetta og skilja hugtakið er að um sé að ræða viðskipti Fjarðaáls við innlenda aðila. Með því að deila þessari tölu upp í heildarvöruútflutning á Íslandi eru bornar saman ólíkar tölur. Í hópavinnu á ársfundi 2015 var tillagan rædd og niðurstaðan að vísa henni til stýrihóps sem ákvað að leggja hana fyrir ársfund.


Þessi vísir var upphaflega númer 11.1.  Þá hét hann Útflutningur Fjarðaáls og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.3.1 Útflutningur Fjarðaáls
2007 3.2 Útflutningur Fjarðaáls

Grunnástand

Árið 2003 var viðskiptahalli á Íslandi og hafði verið síðan árið 1996.

Tafla 3.  Vöruflutningur milli landa árið 2003
Útflutningur ( í milljónum króna) % af útflutningi frá Fjarðaáli Innflutningur (milljónir króna) Viðskiptajöfnuður (milljónir króna)
182.580 0 216.525 -33.945

Heimild:  Hagstofa Íslands, 2003

Forsendur fyrir vali á vísi

Gert er ráð fyrir að Fjarðaál framleiði árlega 346 þúsund tonn af áli til útflutnings. Áhrif álframleiðslunnar á útflutning frá Íslandi og vöruskiptajöfnuð landsins geta orðið umtalsverð. Með því að fylgjast með áhrifum útflutnings Fjarðaáls á viðskiptajöfnuð fást vísbendingar um langtíma efnahagsleg áhrif álversins á landsvísu.


Upphaflegar forsendur fyrir vali á vísi

Gert er ráð fyrir að Fjarðaál framleiði árlega 322 þúsund tonn af áli og flytji út til Evrópu og hugsanlega Norður-Ameríku. Áhrif álframleiðslunnar á útflutning frá Íslandi og vöruskiptajöfnuð landsins gætu orðið umtalsverð. Með því að fylgjast með áhrifum útflutnings Fjarðaáls á viðskiptajöfnuð fást vísbendingar um langtíma efnahagsleg áhrif álversins á landsvísu.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005.