Fara í efni

Framvinda

Á Mynd 1 má sjá upplýsingar um efnahagslegan ábata sem umsvif Fjarðaáls skapa á Íslandi. Tölurnar endurspegla einfaldan útreikning á ábata sem Alcoa og Fljótsdalsstöð lögðu til á Austurlandi. Staða hagkerfisins, framleiðsluaukning vinnuafls, forsendur um ávöxtunarkröfu, orku og álverð eða hvort uppgangur hafi verið í hagkerfinu var ekki tekið með í útreikning. Tölurnar endurspegla í raun fjármagn í formi gjalda sem fyrirtækin sendu inn í hagkerfið burtséð frá því hvernig staða hagkerfisins var.

 
Sjálfbærni.is

Mynd 1.  Efnahagslegur ábati sem umsvif Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöðvar skapa á Íslandi (milljónir íslenskra króna).

Uppfært: 19. mars 2024
Heimild: Landsvirkjun (2024) og Alcoa Fjarðaál (2023)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Efnahagslegur ábati, í íslenskum krónum, sem umsvif Fjarðaáls og Landsvirkjunar skapa á Íslandi í tengslum við framkvæmdirnar vegna launa, opinberra gjalda og kaupa á aðföngum (vörur og þjónusta). (Áhrif framkvæmda: bein).

Áætlun um vöktun

Fjármálasvið Landsvirkjunar og fjármálateymi Fjarðaáls safna gögnum árlega í samvinnu við sjálfstæðan ráðgjafa.

Markmið

Niðurstöður fara eftir ýmsum þjóðhagsstærðum sem fyrirtækin geta ekki haft áhrif á og því eiga markmið ekki við.

Mögulegar viðbragsaðgerðir

Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Í upphafi hét þessi vísir "Virðisauki við þjóðarframleiðslu" og það sem var mælt skilgreint sem: " Virðisauki, í íslenskum krónum, sem framkvæmdirnar skapa á Íslandi vegna launa, opinberra gjalda, kaupa á aðföngum og vergs hagnaðar innlendra aðila". Þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005, sem telst fyrsta árið í fjórða áfanga verkefnisins var nafni vísis breytt í: "Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu" og það sem mælt var í: "Efnahagslegur ábati, í íslenskum krónum, sem umsvif Fjarðaáls og Landsvirkjunar skapa á Íslandi í tengslum við framkvæmdirnar vegna launa, opinberra gjalda og kaupa á aðföngum (vöru og þjónustu)". Ástæða breytinganna var að ekki var talið raunhæft að hægt væri að útvega úr bókhaldsgögnum fyrirtækjanna upplýsingar fyrir síðasta liðinn (vergur hagnaður innlendra aðila). Visi og mælikvarða var því breytt til samræmis. 


Þessi vísir var upphaflega númer 14.1. Þá hét hann Virðisauki við þjóðarframleiðslu og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 4.3.2 Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu
2007 3.3 Efnahagslegur ábati við þjóðarframleiðslu

Grunnástand

Tafla 2.  Efnahagslegur ábati sem umsvif Alcoa Fjarðaáls og Fljótsdalsstöð sköpuðu á Íslandi árin 2007 og 2008
  Alcoa Fjarðaál (millj. ISK) Fljótsdalsstöð (millj. ISK)
2007 5.000 113
2008 30.000 287

Forsendur fyrir vali á vísi

Langtíma efnahagslegur ávinningur vegna framkvæmdanna er mikilvægur frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunnar. Skiptir þá ekki aðeins máli efnahagslegur ábati fyrirtækjanna sem að framkvæmdunum standa heldur einnig ávinningur Austurlands og Íslands í heild. Bygging og rekstur álvers og virkjunar skilar íslensku þjóðarbúi virðisauka í gegnum laun starfsmanna, opinber gjöld sem fyrirtæki greiða, kaupa á aðföngum innanlands og vergan hagnað innlendra aðila vegna framkvæmdanna.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005