Framvinda
Mynd 1. Íbúafjöldi á Miðausturlandi 2003-2020 Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað)a.
Mynd 3. Íbúaþróun á Íslandi og Austurlandi (Seyðisfjörður, Fjarðabyggð, Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað, Sveitarfélagið Hornafjörður) frá árinu 1998 (Vísitala 1998 = 100).
a: Miðað er við sveitarfélagaskipan 1. janúar 2020
Uppfært: 21. apríl 2020
Heimild: Hagstofa Íslands (2020).
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Íbúafjöldi á Austurlandi. (Áhrif framkvæmda: afleidd).
Vöktunaráætlun
Upplýsingar tiltækar hjá Hagstofu Íslands. Þessum upplýsingum verður safnað árlega.
Væntingar
Hér eiga væntingar fremur við en markmið
Aukinn íbúafjöldi á Austurlandi.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 1.1 . Þá hét hann Lýðfræðilegar breytingar á Austurlandi og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 1.1.1 | Íbúafjöldi |
2007 | 1.11b | Lýðfræðilegar breytingar á Austurlandi |
Grunnástand
Mannfjöldi á Austurlandi | |||||
---|---|---|---|---|---|
1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | |
Heildarfjöldi á Austurlandi | 12.285 | 12.177 | 11.930 | 11.798 | 11.758 |
Hlutfall af heildarfjölda á Íslandi | 4,4% | 4,3% | 4,2% | 4,1% | 4,0% |
Endurskoðað: 5. mars 2020
Heimild: Hagstofa Íslands (2020). Mannfjöldi eftir sveitarfélögum 1. desember 1990-2004 - Endanlegar
Forsendur fyrir vali á vísi
Tilkoma Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls gæti leitt til breytinga á fjölda og samsetningu íbúa á Austurlandi og í einstökum sveitarfélögum bæði á byggingartíma og rekstartíma virkjunar og álvers. Þessar breytingar hafa bæði bein og óbein áhrif. Fólk flytur á svæðið til að vinna hjá Landsvirkjun, Fjarðaáli eða verktökum á þeirra vegum og ný störf verða til hjá fyrirtækjum í þjónustu og verslun í tengslum við þann efnahagsuppgang sem framkvæmdirnar skapa á svæðinu.
Ítarefni
Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Forsíðumynd vísis
Eigandi: Fljótsdalshérað
Ljósmyndari: Ingunn Þráinsdóttir