Fara í efni

Framvinda

Samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir árlega í grunnskólum landsins í fjórða, sjöunda og níundaa bekk.

Einkunnir eru gefnar upp á normaldreifðum einkunnaskala á bilinu 0 – 60 þar sem landsmeðaltalið er 30 og staðalfrávikið 10.

Sjálfbærni.is
Mynd 1. Meðaltal normaldreifðra einkunna í 4. bekk á Austurlandi 2003-2019 samanborið við landsmeðaltal

Sjálfbærni.is
Mynd 2. Meðaltal normaldreifðra einkunna á miðstigi á Austurlandi 2003-2020 samanborið við landsmeðaltal.

Sjálfbærni.is

Mynd 3. Meðaltal normaldreifðra einkunna í 10. bekka á Austurlandi 2003-2017 samanborið við landsmeðaltal. Engin próf voru 2016.

Sjálfbærni.is

Mynd 4. Meðaltal normaldreifðra einkunna í 9. bekka á Austurlandi 2017-2020 samanborið við landsmeðaltal.

a: Í mars 2017 tók gildi ný reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla. Samkvæmt henni eru prófin lögð fyrir í 9. bekk að vori í stað 10. bekkjar að hausti áður.

Uppfært: 2. desember 2020
Heimild: Menntamálastofnun

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum á Austurlandi og á landsvísu. (Áhrif framkvæmda: afleidd)

Áætlun um vöktun

Upplýsingar eru sóttar árlega í skýrslugrunn Menntamálastofnunar.

Markmið/væntingar

Meðaleinkunnir á Austurlandi hærri eða jafnháar meðaltali á landsvísu.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Á ekki við. Einungis er um vöktun að ræða.

Breytingar á vísi

Á ársfundi verkefnisins 8. maí 2018 var eftirfarandi breyting á orðalagi við mælingar samþykkt.

Tafla 1. Breytingar samþykktar á ársfundi 2018
Texti fyrir breytingu Texti eftir breytingu

Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskóla (4., 7. og 10. bekk) á Austurlandi og landsvísu.

Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum á Austurlandi og á landsvísu.

Rökstuðningur breytinga: Ný reglugerð tók gildi í mars 2017 sem kveður á um að nú skuli samræmd próf lögð fyrir að vori í 9. bekk í stað 10. bekkjar áður. 


Þessi vísir var upphaflega númer 7.2. Þá hét hann Gæði skóla og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 1.3.2 Starfsfólk við kennslu
2007 1.17a Gæði skóla

Grunnástand

Sjálfbærni.is

Mynd 5. Niðurstöður úr samræmdum prófum í 10. bekk fyrir mismunandi landsvæði árið 2002. Heimild: Námsmatsstofnun.


Sjálfbærni.is
Mynd 6. Meðaltal normaldreifðra einkunna í 10. bekk á Austurlandi 2005 samanborið við landsmeðaltal.

Forsendur fyrir vali á vísi

Tilkoma nýrra og stórra fyrirtækja getur leitt til breytinga í skólum í nálægum byggðum. Fólksfjölgun á svæðinu bæði á byggingar- og rekstrartíma mun auka álag á grunnskóla sveitarfélagana þar sem börnum mun fjölga. Beinu áhrifin eru vegna þeirra sem flytja til svæðisins vegna vinnu við Fljótsdalsstöð og Fjarðaál en óbein áhrif eru vegna fólks sem flytur á svæðið vegna atvinnutækifæra sem skapast óbeint í tengslum við fyrirtækin. Verkefni skólanna verður því að viðhalda gæðum skólastarfs fyrir sífellt stærri nemendahóp, sem hugsanlega mun einnig hafa fjölbreyttari menningarlegan bakgrunn en núverandi nemendur.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005