Fara í efni

LV-2009/121 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði með notkun gervitunglamynda og gróðurreita

Nánari upplýsingar
Titill LV-2009/121 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði með notkun gervitunglamynda og gróðurreita
Lýsing

Í skýrslunni er fjallað um gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði.  

Rannsóknasvæðið á Fljótsdalsheiði er hluti af vöktunarverkefni þar sem markmiðið er að vakta mögulegar breytingar á gróðri sem kunna að verða á hálendinu við Hálslón og nálægum svæðum í kjölfar virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka.

Í verkefninu eru notaðar tvær aðferðir.  Annars vegar er það notkun gervitunglamynda þar sem reiknaður er út gróðurstuðull en hann gefur upplýsingar um þekju og grósku gróðurs á svæðinu.  Hins vegar eru það gróðurreitir á jörðu niðri sem gefa upplýsingar um tegundasamsetningu og þekju gróðurs auk þess að staðfesta gróðurstuðul.

Gróðurstuðull var reiknaður út frá gervitunglamynd sem tekin var af Kárahnjúkasvæðinu 9. september 2002.  Gildin voru flokkuð í 6 flokka og sett fram á kort.  Þrjátíu gróðurreitir voru settir út á Fljótsdalsheiði í ágúst 2008 og var hlutfallsleg þekja tegunda metin og hæð gróðurs og jarðvegsdýpt mæld.

Fljótsdalsheiði er vel gróin og eru flóar og mýrar áberandi.  Mólendisgróður er einnig víða og melagróður á hæðum.  Niðurstöður sýna að gróðurþekja metin í gróðurreitum féll vel að gróðurstuðulsgildum úr gervitunglamynd.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Gerður Guðmundsdóttir
Nafn Náttúrustofa Austurlands
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2009
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Fljótsdalsheiði, gróður, gervitunglamynd, gróðurstuðull, SPOT-5, vöktun