Fara í efni

LV-2010/062 Gróðurvöktun á Vesturöræfum, Kringilsárrrana og Fljótsdalsheiði með notkun gervitunglamynda.

Nánari upplýsingar
Titill LV-2010/062 Gróðurvöktun á Vesturöræfum, Kringilsárrrana og Fljótsdalsheiði með notkun gervitunglamynda.
Undirtitill Samanburður milli ára 2002, 2007 og 2008
Lýsing

Í þessari skýrslu er fjallað um úrvinnslu og samanburð á SPOT-5 gervitunglamyndum sem teknar voru af Vesturöræfum, Kringilsárrana, Fljótsdalsheiði og nálægum svæðum sumrin 2002, 2007 og 2008. 

Markmiðið er að fylgjast með mögulegum breytingum á gróðri sem kunna að verða vegna áfoks frá Hálslóni.  Reiknaður var út gróðurstuðull sem segir til um grósku og þekju gróðurs á svæðinu.  Gróðurstuðulsgildi voru borin saman á milli mynda til að sjá hvort breytingar hefðu orðið í gróðurþekju á milli þessara ára.

Rannsóknasvæðinu var skipt niður í bil út frá yfirborði Hálslóns í hæstu stöðu til að gera sér betur grein fyrir breytileika í gróðurstuðulsgildum á milli mynda.  Niðurstöður voru einnig settar fram á litkvarðamynd.  

Samanburður á gróðurstuðulgildum út frá Hálslóni milli áranna þriggja sýnir nánast engar breytingar.  Þetta er eins og gera mátti ráð fyrir þar sem áhrifa frá Hálslóni ætti ekki að vera farið að gæta.

Með þessari skýrslu líkur skilgreiningu á því grunnástandi gróðurs á Vesturöræfum, Kringilsárrana og Fljótsdalsheiði sem vöktun á hugsanlegum áhrifum af Hálslóni mun byggjast á.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Gerður Guðmundsdóttir
Nafn Sigmar Metúsalemsson
Nafn Náttúrustofa Austurlands
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2010
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Fljótsdalsheiði, Kringilsárrani, Vesturöræfi, gróður, gervitunglamynd, gróðurstuðull (GS), SPOT-5, gróðurvöktun