Fara í efni

LV-2018-095 Gróðurvöktun á Vesturöræfum

Nánari upplýsingar
Titill LV-2018-095 Gróðurvöktun á Vesturöræfum
Undirtitill Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2007 og 2017
Lýsing

Náttúrustofa Austurlands hefur vaktað gróðurfar á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði og hófst vöktunin árið 2006. Markmið rannsóknanna er að kanna langtímabreytingar á gróðri vegna hugsanlegra áhrifa Kárahnjúkavirkjunar og þá einkum Hálslóns.
Á Snæfellsöræfum fóru rannsóknir fram í Kringilsárrana og á Vesturöræfum. Niðurstöður mælinga á Vesturöræfum sýndu litlar breytingar á gróðri á milli áranna 2007 og 2017. Heildargróðurþekja breyttist lítið en þó mátti sjá mun á þekju víðitegunda. Ástand gróðurs benti ekki til aukins beitarálags og gróðurstuðull gaf til kynna meiri grósku á árunum 2014-2017 en árin á undan.

Skráarviðhengi
Sækja skjal
Höfundar
Nafn Guðrún Óskarsdóttir
Flokkun
Flokkur Gróður
Útgáfuár 2018
Útgefandi Landsvirkjun
Leitarorð Gróðurvöktun, Vesturöræfi, Snæfellsöræfi, gróður, gróðurstuðull, NDVI, gróðursamsetning, tegundasamsetning.