Framvinda
Við virkjun Jökulsár á Dal og Jökulsár á Fjöllum á Austurlandi mun vatnsflæði og setframburður út í Héraðsflóa breytast. Áhrif á botndýralíf af þessum völdum eru ekki þekkt. Því er mikilvægt að kanna hvers kyns lífríki er til staðar í flóanum áður en starfsemi Kárahnjúkavirkjunar hefst og jafnframt, vegna síðari vöktunar svæðisins eftir að starfsemi hennar er hafin, að skapa grundvöll til að bera þróun botndýralífs í Héraðsflóa saman við lífríki á nærliggjandi svæðum.
Ekki hefur enn farið fram gagnasöfnun á þessum vísi enn. Almennt er miðað við að mælingar fari fram á 20 ára fresti nema eitthvað nýtt komi fram sem kallar á mælingu fyrr.
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt ?
- Botnset. Stærð og dreifing korna í setsýnum. (Áhrif framkvæmda: óbein)
- Fjölbreytni og þéttleiki botndýra á völdum söfnunarstöðum (Áhrif framkvæmda: afleidd).
Áætlun um vöktun
Gögnum verður safnað á þremur svæðum: í Héraðsflóa og til samanburðar á Vopnafirði og Borgarfirði eystra. Á hverju svæði verða sex vöktunarstöðvar og þrjú sýni verða tekin á hverri stöð. Eftirfarandi þættir verða skoðaðir:
- Hitastig og selta
- Kornastærð og magn lífrænna efna í botnseti.
- Tegundir botndýra
Gagnasöfnun mun hefjast 2006 og verður endurtekin með reglulegu millibili. Enn er ekki ákveðið hversu oft, en næsta gagnasöfnun er áætluð í kringum 2020.
Markmið
Vöktun og miðlun upplýsinga auk þess að viðhalda fjölbreytni og þéttleika botndýra á söfnunarstöðum.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 28.1 . Þá hét hann Botndýralíf sjávar og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 2.4.2 | Botndýralíf sjávar í Héraðsflóa |
2007 | 2.26 | Botndýralíf sjávar í Héraðsflóa |
Grunnástand
Botngerð á Héraðsflóa og Borgarfirði er svipuð, en heldur meira ber þó á fínum kornastærðum í Borgarfirði. Vopnafjörður er með heldur hærra hlutfall af fínu seti og þar er kolefnisinnihald setsins sínu hæst. Á öllum svæðunum ríkja tegundir burstaorma sem taka æti af yfirborðinu. Algengt var einnig samfélag burstaorma sem grafa sig niður og taka æti sitt úr setinu. Fánan skiptist á aðalatriðum í þessar tvær samfélagsgerðir, sjá mynd hér að neðan. Heildarniðurstaða rannsóknanna er sú að lífríki flóanna sé líkt, og sömu tegundir einkennandi á öllum stöðunum. Hægt er að sjá sýnatökusnið og - stöðvar í Vopnafirði, á Héraðsflóa og út af Borgarfirði eystra með því að smella á myndina hér til hliðar.
![]() |
![]() |
![]() |
Heteromastus filiformis (burstaormur, sandmaðkur) | Arctica islandica | Ctenodiscus crispatus |
Forsendur fyrir vali á vísi
Breytingar á rennsli og framburði aurs eru þeir tveir þættir sem tengjast framkvæmdum og kunna að hafa áhrif á vistkerfi sjávar. Með virkjun fallvatna Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal mun rennsli ferskvatns til Héraðsflóa breytast verulega, sérstaklega síðsumars þegar áætlað er að rennslið verði um 200–300 m3/sek í stað þess að vera milli 600 til 700 m3/sek fyrir virkjun. Ferskvatnið sem berst út í Héraðsflóa flýtur ofan á selturíkari sjó og virðast áhrif þess ekki ná niður á botn, samkvæmt þeim fáu mælingum á seltu í flóanum sem til eru. Það bendir til að breytt flæði ferskvatns komi ekki til með að hafa mikil áhrif á botndýr í Héraðsflóa.
Áætlanir gera ráð fyrir að eftir virkjun muni framburður aurs og sets minnka um 5,5 til 6 milljón tonn á ári og breytast að því leyti að grófari hluti framburðar mun setjast til í lónum en fínt set berast til sjávar. Vitað er að tegundasamsetning botndýra er nátengd kornastærð botnsetsins og því gætu þessar breytingar á aurframburði haft áhrif á samsetningu botnsets og botndýrasamfélög í Héraðsflóa þar með.
Ítarefni

LV-2007/074 - Kárahnjúkavirkjun - Botndýralíf í Héraðsflóa.
Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.