Fara í efni

Framvinda

Mynd 1. Ársmeðaltöl af sýrustigi í árvatnssýnum í Reyðarfirði fyrir árin 2006 og 2015 til 2020.

Mynd 1. Ársmeðaltöl af sýrustigi í árvatnssýnum í Reyðarfirði fyrir árin 2006 og 2015 til 2021.

Mynd 2. Ársmeðaltöl af styrk flúors (mg/L) í árvatnssýnum og Grænavatni í Reyðarfirði fyrir árin 2006 og 2014 til 2020.

Mynd 2. Ársmeðaltöl af styrk flúors (mg/L) í árvatnssýnum og Grænavatni í Reyðarfirði fyrir árin 2006 og 2015 til 2021.

Eldri myndir í PDF

Mynd 3. Söfnunarstaðir fyrir vatn og snjó í Reyðarfirði

Mynd 3. Söfnunarstaðir fyrir vatn og snjó í Reyðarfirði

Tafla 1. Mælingar á pH og flúor (F) í yfirborðsvatni nálægt álveri Fjarðaáls (flúor mældur í mg F/L). Meðaltöl á söfnunarstöðvum (W1-W4).
  Sýrustig (pH) Flúor (F)
2007 7,39 0,034
2008 7,22 0,034
2009 7 0,077
2010 7,07 0,05
2011 7,01 0,05
2012 7,29 0,031
2013 7,27 0,038
2014 7,41 0,024
2015 7,32 0,031
2016 7,41 0,032
2017 7,39 0,037
2018 7,35 0,028
2019 7,43 0,033
2020 7,36 0,029
2021 7,35 0,030

Uppfært: 5. maí 2022
Heimild: Alcoa Fjarðaál (2022)

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt ?

Styrkur (mg/l) fosfórs (P), flúors (F), klórs (Cl) og SO4 í grunnvatni og yfirborðsvatni á völdum stöðum nálægt álveri og nálægt frárennsli álvers. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Áætlun um vöktun

Jarðvegssýnum (grunnvatni) verður safnað og þau greind til að skoða styrk F, Cl, SO4 og pH (aðferðafræði við sýnatöku enn í mótun skv. A.W. Davison).

  • Yfirborðsvatni verður safnað og það greint til að skoða styrk F, SO4, Cl, þungmálma, PAH-16, basíska eiginleika og pH.

Gagna verður aflað sem hér segir:

  • Grunnvatn: Árlega 2004-2008.
  • Yfirborðsvatn: Á þriggja mánaða fresti frá 2005-2008.
  • Yfirborðssnjór og snjóbráð: Árlega 2005-2008.
Markmið

Markmið verður ákvarðað þegar niðurstöður úr grunnrannsóknum liggja fyrir.

Mögulegar viðbragðsaðgerðir

Fyrirtækin geta hagrætt starfsemi sinni og gert úrbætur ef að mengun er yfir leyfilegum mörkum.

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 22.2. Þá hét hann Gæði grunnvatns og yfirborðsvatns við álver og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 2. Breytingar á númeri og nafni vísi.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 2.1.1 Grunn- og yfirborðsvatn
2007 2.1 Gæði grunnvatns og yfirborðsvatns við álver

Grunnástand

Sjálfbærni.is

Mynd 4. Ársmeðaltöl af sýrustigi í árvatnssýnum í Reyðarfirði fyrir árin 2005-2007

Sjálfbærni.is
Mynd 5.  Ársmeðaltöl af styrk flúors (mg/L) í árvatnssýnum og Grænavatni í Reyðarfirði fyrir árin 2005-2007

Forsendur fyrir vali á vísi

Meginhluti neysluvatns á Íslandi er ómeðhöndlað grunnvatn en um 5% er yfirborðsvatn, meðhöndlað eða ómeðhöndlað. Þar sem neysluvatn meirihluta íbúa á Íslandi er ómeðhöndlað er viðhald vatnsbóla mikilvægt frá sjónarhóli sjálfbærrar þróunar samfélaga. Stóriðja í nágrenni byggðar getur aukið hættu á mengun grunnvatns. Öll losun, hvort sem hún er í formi fastra efna, vökva eða gass, getur haft áhrif á gæði grunnvatnsins.

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

Ítarefni

Hægt er að skoða eldri skýrslur með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

 

Sjálfbærni.is