Fara í efni

Framvinda

Mikilvægt er að skoða grunnástand vatnabúskapar áður en árangur er metinn. Árssveifla vatnshæðar og rennslis er sýnd annarsvegar í Jökulsá á Dal (rennsli við Hjarðarhaga) og hinsvegar í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti.

Í kafla um grunnástand eru myndir sem sýna allar mögulegar vatnsstöður eða rennsli á tilteknu tímabili áður en Kárahnjúkavirkjun tók til starfa og meðaltal vatnsborðs og rennslis eins og það var fyrir virkjun í helstu vatnsföllum sem eru undir áhrifum af virkjun. Sömu myndir eru hafðar sem grunnur undir samsvarandi mælingar frá ári til árs eftir virkjun.

Staðsetning 1.  Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga, vhm 110

Mynd 1. Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm 110) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1963 - 2006 og mælt rennsli árið 2021.

Mynd 1. Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm 110) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1963 - 2006 og mælt rennsli árið 2022.

Mynd 2. Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm 110) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og rennsli árið 2022
Mynd 2. Árssveifla rennslis Jökulsár á Dal við Hjarðarhaga (vhm 110) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og rennsli árið 2022

Staðsetning 2:   Árssveifla rennsli Jökulsár í Fljótsdal við Hól

Mynd 3. Árssveifla Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1962 - 2006 og mælt rennsli árið 2022

  Mynd 3. Árssveifla Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1962 - 2006 og mælt rennsli árið 2022

Mynd 4. Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og rennsli árið 2022
Mynd 4. Árssveifla rennslis Jökulsár í Fljótsdal við Hól (vhm 109) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og rennsli árið 2022

Staðsetning 3: Árssveifla rennslis og vatnshæðar í Lagarfljóti við Lagarfoss

Mynd 5. Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun (vhm 325/V325) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1975 - 2006 og mælingar árið 2022.

Mynd 5. Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun (vhm 325/V325) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1975 - 2006 og mælingar árið 2022.

Mynd 6. Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun (vhm 325/V325) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og mælingar ársins 2022.

Mynd 6. Árssveifla rennslis Lagarfljóts við Lagarfossvirkjun (vhm 325/V325) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og mælingar ársins 2022. 

Mynd 7. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006 og mælingar árið 2022.

Mynd 7. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006 og mælingar árið 2022. 

Mynd 8. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og mælingar ársins 2022.
Mynd 8. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Lagarfoss (vhm 17/V505) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og mælingar ársins 2022.

Staðsetning 4: Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Egilsstaði (Lagarfell)

Mynd 9. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm 7/V7) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006 og vatnshæð árið 2022

Mynd 9. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm 7/V7) fyrir Kárahnjúkavirkjun 1977 - 2006 og vatnshæð árið 2022. 

Mynd 10. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm 7/V7) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og vatnshæð ársins 2022.

Mynd 10. Árssveifla vatnshæðar Lagarfljóts við Egilsstaði (Lagarfell, vhm 7/V7) eftir Kárahnjúkavirkjun 2008 - 2021 og vatnshæð ársins 2022. 

Uppfært: 18. apríl 2023
Heimild: Landsvirkjun 2023.

Vöktunaráætlun og markmið

Hvað er mælt?

Vatnshæð og rennsli á mælistöðum í ám. (Áhrif framkvæmda: óbein).

Tilgangur mælinga er m.a. að greina áhrif af rekstri virkjunar frá náttúrulegum sveiflum.

Áætlun um vöktun

Frá því fyrir virkjun hafa verið reknir all margir mælar til að ákvarða rennsli til virkjunar. Mælarnir nema vatnsborð á mælistað og þau gögn eru umreiknuð í rennsli með svonefndum rennslislyklum. Hluti þessara mæla eru nú reknir til að vakta breytingar á rennsli. 

Mynd 1.  Yfirlitskort af rennslisgæfum mælum á Austurlandi, mælar í rekstri og aflagðir mælar.

Smellið hér til að sækja stærri mynd.

Uppfært: 17. apríl 2020

Breytingar á vísi

Þessi vísir var upphaflega númer 25.1 . Þá hét hann Breytingar á vatnabúskap og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.

Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.

Tafla 1. Breytingar á nafni og númeri vísis.
Ár Nr. Nafn vísis
2020 2.1.2 Vatnshæð og rennsli í ám
2007 2.2a Breytingar á vatnabúskap

 

Grunnástand

Mælingar á vatnshæð og rennsli á mælistöðum í ám liggja fyrir, en yfir misjafnlega langt tímabil eftir mælistöðum. Frá því að Lagarfossvirkjun tók til starfa 1975 hefur vatnsborði í Lagarfljóti verið haldið hærra sem nemur allt að um 0,5 m frá því í október og fram í mars ár hvert.

Myndir sem fylgja þessum kafla lýsa rennsli og vatnsborði eins og það var fyrir virkjun. Á hverri mynd er hæsta og lægsta rennsli/vatnsborð sem hefur mælst á hverjum tíma ásamt meðalrennsli. Bilið þar á milli er spönn rennslis (ljósgrá skygging).

Á mynd af spönn vatnsborðs í Lagarfljóti við Egilsstaði eru auk þess gefin upp líkindi á fráviki frá meðaltali. Frávik frá slíkri líkindadreifingu er besti mælikvarðinn á breytingar, en slíkri greiningu verður ekki viðkomið fyrr en virkjunin hefur verið í rekstri a.m.k. 5-10 ár.

Mynd 12: Árssveifla rennslis í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga 1963-2006

Mynd 12. Árssveifla rennslis í Jökulsá á Dal við Hjarðarhaga 1963-2006

Mynd 13: Árssveifla rennslis í Lagarfljóti við Lagarfoss 1975-2006

Mynd 13. Árssveifla rennslis í Lagarfljóti við Lagarfoss 1975-2006

Mynd 14: Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Lagarfoss 1977-2006

Mynd 14. Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Lagarfoss 1977-2006

Mynd 15: Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Egilsstaði 1977-2006
Mynd 15. Árssveifla vatnshæðar í Lagarfljóti við Egilsstaði 1977-2006

 

Forsendur fyrir vali á vísi

Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar verður Jökulsá á Dal veitt úr Hálslóni yfir í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljót. Einnig verður veitt vatni til virkjunarinnar úr Jökulsá í Fljótsdal og frá ám á Hraunum. Þessu fylgja talsverðar breytingar á vatnabúskap, rennsli eykst sums staðar en minnkar annars staðar, það dreifist öðru vísi innan ársins, vatnsborðshæð breytist, sem aftur getur haft áhrif á grunnvatnshæð, aurburð og rof getur breyst o.s.frv.

Vegna Kárahnjúkavirkjunar mun rennsli Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts aukast verulega, eða að meðaltali um tæplega 90 m³/s. Þannig eykst meðalrennsli við Egilsstaði um tæplega helming með tilkomu virkjunarinnar.  Aukning í rennsli er talsvert misskipt innan ársins. Hún er mest við lágrennsli að vetrarlagi (um eða yfir 100 m³/s aukning), en mun minni yfir hárennslistíma sumarsins þegar virkjunin nýtir að stórum hluta vatn úr Jökulsá í Fljótsdal og af Hraunum. Aukning rennslis í flóðum er hins vegar hlutfallslega mun minni. Við óhagstæðustu aðstæður í flóðum (öll lón virkjunarinnar full) mun rennsli Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts aukast um nálægt 60 m³/s. Í stærstu mældu flóðum í Lagarfljóti (október og nóvember 2002) hefur hámarks innrennsli í Fljótið verið metið á bilinu 1650-1700m³/s. Mesta rennsli við Lagarfoss í sömu flóðum mældist hins vegar um 950m³/s. [Mismunur á innrennsli í Fljótið og rennsli við Lagarfoss stafar af miðlunaráhrifum stöðuvatnsins innan við Egilsstaði. Kárahnjúkavirkjun eykur því rennslið til Lagarfljóts í flóðum um 3-4%, og eftir útjöfnun sem verður í Lagarfljóti verður aukning við Lagarfoss um 30 m3/s (fer úr um 950 í um 980 m3/s).] a

Að sama skapi og rennsli eykst neðst í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti þá minnkar rennsli verulega í Jökulsá á Dal. Meðalrennsli hennar minnkar verulega mestan hluta ársins, minnst þó síðsumars og fram á haust þegar mestar líkur eru á rennsli um yfirfall Kárahnjúkastíflu. [Flóða vegna jökulleysinga að sumarlagi mun ekki gæta fyrr en lónið er fullt, en það mun jafna út flóðtoppa.]a Dæmigerð haust-, vetrar- og vorflóð í neðri hluta árinnar minnka hins vegar tiltölulega lítið þar sem slík flóð eiga upptök sín að verulegu leyti af vatnasviðinu neðan Kárahnjúkastíflu. Það sama á við um Jökulsá í Fljótsdal ofan frárennslisskurðar Kárahnjúkavirkjunar.

a: Uppfært frá upprunalegum forsendum

Úr áfangaskýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005

 

Ítarefni

LV-2017-024 Kárahnjúkavirkjun - Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi

LV-2017-024 Kárahnjúkavirkjun - Framkvæmd skilyrða fyrir virkjunarleyfi

2017

Eftir 10 ára rekstur Kárahnjúkavirkjunar þykir tímabært að fara yfir það hvernig Landsvirkjun hefur höndlað ýmis skilyrði sem sett voru fyrir leyfi til virkjunar. Þessi skilyrði eru aðallega þrennskonar; skilyrði sem umhverfisráðherra setti í tengslum við úrskurð sinn um mat á umhverfisáhrifum, fyrirheit Landsvirkjunar í matsskýrslu og viðbótarskilyrði iðnaðarráherra í virkjunarleyfi. Skilyrðunum má skipta í rannsóknir og vöktun og aðgerðir til að vinna gegn ætluðum umhverfisáhrifum. Í meginatriðum er markmið rannsókna og vöktunar að ganga úr skugga um hver umhverfisáhrifin eru í raun og hvort þau eru í samræmi við það sem álitið var eða meiri eða minni? Í þeim tilfellum þar sem mögulegt er að draga úr áhrifum er því lýst hvernig það hefur verið gert, í öðrum tilvikum hvernig aðferðir hafa verið þróaðar til að fást við áhrif svo sem af áfoki, sem frá upphafi var helsta áhyggjuefni um illviðráðanleg umhverfisáhrif. Mótvægisaðgerðir hafa gefið góða raun svo langt sem þær ná, en ekki hefur í öllum tilvikum reynt á þær, svo sem við firnamikið áfok.

Hægt er að skoða meira ítarefni sem snýr að vísinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.