Framvinda
Þessi vísir sýnir tekjur sem hlutfall af gjöldum sveitarfélaga (A og B-hluti). Á mynd 1 má sjá þróunina í völdum sveitarfélögum á Austurlandi. Gildi yfir 100% sýnir að tekjur eru hærri en gjöld en ef gildið er undir 100% eru gjöld hærri en tekjur.
Mynd 1: Hlutfall tekna og gjalda í A og B-hluta valdra sveitarfélaga á Austurlandi.
Tafla PDF
Hrágögn í excel skjali
Uppfært: 23. nóvember 2020
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga sótt 17. nóvember 2020
Vöktunaráætlun og markmið
Hvað er mælt?
Hlutfall tekna og gjalda sveitarfélaga (að meðtöldum fjármagnsliðum). (Áhrif framkvæmd: afleidd).
Áætlun um vöktun
Sveitarfélög á Austurlandi munu útvega þessar upplýsingar árlega.
Markmið
Tekjur og kostnaður í jafnvægi.
Mögulegar viðbragðsaðgerðir
Einungis er um vöktun að ræða.
Breytingar á vísi
Þessi vísir var upphaflega númer 15.1 . Þá hét hann Fjárhagsstaða sveitarfélaga og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 3.2.2 | Hlutfall tekna og gjalda |
2007 | 3.5b | Fjárhagsstaða sveitarfélaga |
Í upphafi var mælikvarðinn skilgreindur sem "Tekjur af framkvæmdum sem hlutfall af heildartekjum sveitarfélaga" en þegar upplýsingum var safnað fyrir árið 2005 var mælikvarðanum breytt í "Breytingar á útsvarstekjum í völdum sveitarfélögum" - Ástæðan var sú að ekki reyndist mögulegt að nálgast upplýsingar fyrri mælikvarða en upplýsingar um útsvar er hægt að nálgast í árbókum sveitarfélaga sem veita fróðlegar upplýsingar um áhrif framkvæmda á tekjustofna sveitarfélaga.
Grunnástand
Sveitarfélög | Tekjur (í þús. króna) | Útgjöld (í þús. króna) | Tekur/Útgjöld hlutfall |
---|---|---|---|
Austur-Hérað | 894.708 | 910.107 | 0,983 |
Norður-Hérað | 109.820 | 111.838 | 0,982 |
Fellahreppur | 168.986 | 181.159 | 0,933 |
Austurbyggð | 431.413 | 477.795 | 0,903 |
Fáskrúðsfjarðarhreppur | 20.269 | 19.638 | 1,032 |
Fjarðabyggð | 1.407.409 | 1.419.177 | 0,992 |
Fljótsdalshreppur | 38.530 | 39.158 | 0,984 |
Borgarfjarðarhreppur | 61.371 | 58.737 | 1,045 |
Breiðdalshreppur | 107.225 | 128.387 | 0,835 |
Djúpavogshreppur | 209.948 | 228.598 | 0,918 |
Mjóafjarðarhreppur | 10.807 | 11.560 | 0,935 |
Seyðisfjarðarkaupstaður | 404.161 | 424.244 | 0,953 |
Skeggjastaðahreppur | 41.933 | 50.079 | 1,037 |
Sveitarfélagið Hornafjörður | 958.469 | 1.031.925 | 0,929 |
Vopnafjarðarhreppur | 320.146 | 366.972 | 0,872 |
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Árbók sveitarfélaga 2003.
Sveitarfélög | Tekjur (í þús. króna) | Útgjöld (í þús. króna) | Tekjur/Útgjöld hlutfall |
---|---|---|---|
Fljótsdalshérað | 1.173.514 | 1.203.104 | 0,975 |
Fjarðabyggð | 1.869.898 | 1.928.170 | 0,970 |
Fljótsdalshreppur | 38.530 | 39.158 | 0,984 |
Borgarfjarðarhreppur | 61.371 | 58.737 | 1,045 |
Breiðdalshreppur | 107.225 | 128.387 | 0,835 |
Djúpavogshreppur | 209.948 | 228.598 | 0,918 |
Seyðisfjarðarkaupstaður | 404.161 | 424.244 | 0,953 |
Vopnafjarðarhreppur | 320.146 | 366.972 | 0,872 |
Samtals | 4.184.793 | 4.377.370 | 0,956 |
Uppfært: 20. nóvember 2017
Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga.
Forsendur fyrir vali á vísi
Framkvæmdirnar á Austurlandi munu líklega skila sveitarfélögum auknum tekjum bæði vegna beinna skatttekna af fyrirtækjum sem tengjast framkvæmdum og vegna skatttekna af þeim störfum sem skapast óbeint vegna þeirra. Á móti kemur að kostnaður sveitarfélaga mun einnig aukast þar sem fjölgun íbúa krefst meiri þjónustu. Eftirfarandi eru dæmi um þá þjónustu sem sveitarfélög sinna:
- Félagsleg þjónusta
- Tækniþjónusta
- Menntun, menning, íþróttir og afþreying
- Gatnagerð, umhverfis- og skipulagsmál
- Rekstur hafna (ef við á)
-
Vatnsveitur og hitaveitur
Sjá skýrslu um vísa og grunnástand frá apríl 2005