Framvinda
Um loftgæði í andrúmslofti gilda eftirfarandi viðmið sbr. reglugerð nr. 817/2002 um loftgæðamörk fyrir fallryk úr andrúmslofti; Gott ástand = < 5 g/m2 á mánuði, í lagi = 5 – 10 g/m2 á mánuði og óviðunandi ástand = > 10 g/m2 á mánuði.
Fallryksmælingar hafa nú staðið yfir í 15 ár og því komin ágætis reynsla af rekstri mælanna og um leið upplýsingar um rykmistur (fallryk) frá strandsvæðum Hálslóns. Af 597 mæliniðurstöðum hafa mæligildin þrisvar sinnum verið > 10 g/m2 á mánuði og hafa í öllum tilvikum verið útskýrð með þáttum óviðkomandi uppfoki við Hálslón. 589 mæligildi eru < 5 g/m2 á mánuði.
M.a. með hliðsjón af þessum niðurstöðum var áherslum varðandi vöktun breytt sumarið 2013. Fallryksmælum, sem mæla ákomu ryks á flatareiningu yfir mánaðartíma, var fækkað í fimm. Í staðinn var ákveðið að meta uppfok ryks frá Hálslóni með hjálp vefmyndavéla sem staðsettar eru við norður enda Hálslóns (sjá mynd). Þessi aðferð gefur annars vegar mat á tíðni uppfoks og hins vegar styrk uppfoks þar sem uppfok er flokkað í fimm flokka (1-5) þar sem hækkandi tala vísar til aukins uppfoks. Hér má skoða myndræna útskýringu flokkunarlykils af heimasíðu Landsvirkjunar.
Niðurstöður mælinga 2019 og 2018.
Fjöldi daga þar sem uppfok var skráð við Hálslón sumarið 2019 var 28 og er það tveimur dögum færra en 2018. Hálslón fór á yfirfall 5. ágúst.
Tímabil | Mælistaðir í byggð | Austan Hálslóns | Vestan Hálslóns | |||
---|---|---|---|---|---|---|
1 Strönd g/m2 | 4 Hvanná g/m2 | 6 Lindabunga g/m2 | 7 Kofalda g/m2 | 10 Búrf.tögl g/m2 | 8 Sauðárdal g/m2 | |
Júní | 0,08 | 0,21 | 0,71 | 0,34 | 0,04 | 0,13 |
Júlí | 0,35 | 0,26 | 1,99 | 1,69 | 2,02 | 1,49 |
Ágúst | 0,11 | 0,32 | 0,11 | 0,14 | 0,07 | 5,56 |
Tímabil | Mælistaðir í byggð | Austan Hálslóns | Vestan Hálslóns | |
---|---|---|---|---|
1 Strönd g/m2 | 4 Hvanná g/m2 | 10 Búrf.tögl g/m2 | 8 Sauðárdal g/m2 | |
Júní | 0,39 | 0,81 | 2,25 | 1,03 |
Júlí | 1,40 | 0,64 | 0,61 | 0,59 |
Ágúst | 0,18 | 0,33 | 0,22 | 0,13 |
September | 1,03 | 0,01 | 0,47 | 0,01 |
Vöktun með vefmyndavélum
Dagsetning | Flokkunarlykill | Lónhæð (m) | ||
---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||
13. maí | 3,15 | - | - | 602,39 |
14. maí | 5,3 | - | - | 602,34 |
15. maí | 6,0 | 1,45 | 1,15 | 602,37 |
16. maí | 4,3 | 2,0 | - | 602,48 |
17. maí | 5,3 | 0,3 | - | 602,6 |
27. maí | 5,15 | - | - | 602,78 |
28. maí | 14,0 | 0,45 | - | 602,73 |
3. júní | 2,45 | - | - | 601,99 |
6. júní | 3,3 | - | - | 601,43 |
7. júní | 9,3 | - | - | 601,25 |
8. júní | 7,15 | - | - | 601,13 |
12. júní | 8,0 | 2,45 | - | 600,79 |
13. júní | 7,45 | - | - | 600,87 |
17. júní | 1,3 | - | - | 601,0 |
23. júní | 7,45 | 0,45 | 1,0 | 601,67 |
24. júní | 1,45 | - | - | 601,96 |
25. júní | 6,45 | 5,3 | 1,0 | 602,28 |
26. júní | 11,45 | 5,15 | 1,0 | 602,75 |
27. júní | 8,15 | 0,45 | 0,45 | 603,32 |
28. júní | 8,45 | 0,3 | - | 603,97 |
2. júlí | 3,45 | - | - | 606,41 |
4. júlí | 2,0 | - | - | 607,44 |
6. júlí | 7,3 | - | - | 608,48 |
7. júlí | 0,45 | - | - | 608,99 |
9. júlí | 3,15 | - | - | 609,75 |
10. júlí | 4,3 | - | - | 610,1 |
13. júlí | 4,0 | 1,0 | - | 611,35 |
15. júlí | 6,15 | 0,45 | - | 612,38 |
Samtals klst | 161,25 | 22,25 | 5,0 | Yfirfall 625 |
Dagsetning | Flokkunarlykill | Lónhæð (m) | ||
---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||
28. maí | 0,15 | - | - | 591,5 |
30. maí | 0,30 | - | - | 592,2 |
31. maí | 0,15 | - | - | 592,6 |
1. júní | 0,45 | - | - | 593,0 |
2. júní | 5,00 | 0,30 | - | 593,3 |
3. júní | 6,00 | 0,30 | - | 593,7 |
6. júní | 5,00 | - | - | 594,9 |
7. júní | 1,00 | - | - | 595,4 |
8. júní | 3,45 | 1,45 | - | 596,0 |
9. júní | 3,00 | - | - | 596,5 |
10. júní | 4,15 | 1,15 | - | 597,1 |
11. júní | 3,00 | - | - | 597,6 |
12. júní | 3,00 | 0,45 | - | 598,1 |
17. júní | 1,00 | - | - | 600,2 |
20. júní | 2,45 | - | - | 601,1 |
21. júní | 2,30 | 1,30 | - | 601,3 |
22. júní | 1,00 | - | - | 601,6 |
23. júní | 1,30 | 1,00 | - | 602,0 |
24. júní | 2,15 | - | - | 602,3 |
25. júní | 5,15 | 4,00 | 6,30 | 602,8 |
26. júní | 7,00 | 0,30 | - | 603,2 |
27. júní | 1,45 | - | - | 603,6 |
28. júní | 6,00 | 0,45 | 0,15 | 603,9 |
29. júní | 5,45 | 2,15 | 1,15 | 604,3 |
30. júní | 1,45 | - | - | 6048 |
3. júlí | 0,15 | - | - | 606,3 |
7. júlí | 1,00 | - | - | 609,1 |
8. júlí | 5,00 | 0,30 | - | 609,9 |
9. júlí | 7,30 | 4,45 | 0,30 | 610,7 |
10. júlí | 5,00 | 1,45 | - | 611,4 |
Samtals klst. | 93,00 | 21,75 | 8,50 | Yfirfall 625 |
Hálslón fór á yfirfall 4. ágúst 2018
Niðurstöður mælinga 2014-2019 má nálgast hér
Uppfært: 28. febrúar 2020
Heimild: Landsvirkjun (2020)
Vöktunaráætlun og markmið
Vöktunaráætlun frá 2013
Fallryksmælar settir upp að vori. Á hálendinu er það gert um leið og snjóa leysir og fært er um svæðið en oft um einum mánuði fyrr í byggð. Upplýsingum er safnað mánaðarlega yfir sumarið og fram í fyrstu snjóa á haustin. Um er að ræða 3 mæla við Hálslón (nr. 7 - Kofaflói, nr. 8 - Sauðárdalur, nr. 10 - Búrfellstögl) og 2 í byggð (nr. 1 - Strönd, nr. 4 - Hvanná).
Vefmyndavélar. Fylgjast með uppfoki með vefmyndavélum sem staðsettar eru við Kárahnjúka. Þessi aðferð gefur upplýsingar um tíðni og styrk uppfoks í rauntíma og eru aðgengilegar á heimasíðu Landsvirkjunar.
Vöktunaráætlun fram til 2013
Fram til ársins 2013 var fylgst með uppfoki með fallryksmælum sem mæla ákomu ryks á mánuði (g/m2/mánuði) en flestir voru mælarnir 18;
- Í byggð 4 mælar – Strönd, Hómatunga, Hvanná og Brú
- Austan Hálslóns 5 mælar – Búrfellstögl, SV Sandfells, í Lindum, Kofaöldu og Sauðá
- Norðan Hálslóns 3 mælar – Hafrahvömmum, Hallarfjall og Smjörtungur
- Vestan Hálslóns 3 mælar – tveir mælar í Sauðárdal, vestan Sauðárdals
- Brúaröræfi 3 mælar – Fagridalur, Arnardalur og Breiðastykki
Landsvirkjun hefur gert áætlanir um að bregðast við áfoki úr lóninu, sbr. vísi nr. 2.2.4 - Áfok við Hálslón.
Markmið
Ryk mun ekki aukast á Fljótsdalshéraði.
Mögulegar viðbragðsáætlanir
Að sinni er einungis um vöktun að ræða en ýmsar aðferðir eru mögulegar til að sporna við áfoki.
Breytingar á vísi
Í þriðja áfanga sjálfbærniverkefnisins voru þær breytingar gerðar á ensku útgáfu vísisins að tekið var út að skoða ætti uppruna ryks. Ástæða breytingarinnar er sú að ekki er til stöðluð aðferð við að mæla slíkt.
Þessi vísir var upphaflega númer 17.1 . Þá hét hann Rykmistur og má finna umfjöllun um hann undir því númeri í áfangaskýrslum verkefnisins frá 2005 og 2006.
Tvisvar hefur númeri vísis verið breytt.
Ár | Nr. | Nafn vísis |
---|---|---|
2020 | 2.3.1 | Rykmistur |
2007 | 2.12 | Rykmistur |
Grunnástand
Ef saman fer þurrt veður og vindur af suðvestri berst rykmistur frá hálendinu norðan Vatnajökuls norðaustur yfir heiðar og allt niður í byggð. Á sama hátt, þegar veður er þurrt og lítið rennsli í Jökulsá á Dal, geta fínefni þyrlast upp af eyrum árinnar og rykmistur borist um byggð.
Ekki hafa verið gerðar sérstakar mælingar á rykmistri fram að þessu en grunnástand var metið með því að mæla magn fínefna í andrúmslofti í nágrenni Hálslóns og við Jökulsá á Dal, fram að þeim tíma sem áhrifa frá Kárahnjúkavirkjun fer að gæta.
Í reglugerð nr. 817/ 2002 um loftgæðamörk fyrir fallryk úr andrúmslofti er miðað við að styrkur fallryks sem ekki er vatnsleysanlegt skuli ekki vera yfir 10 g/m² miðað við mánaðar söfnunartíma. Skilgreining á fallryki er ryk sem sest sjálfkrafa á rakt yfirborð (Reglugerð nr. 817/2002). Fallryk milli 5 og 10 g/m2 á 30 daga tímabili er talið í lagi, en ef fallryk er minna en 5 g/m2 eru loftgæði í góðu lagi. Sjá fallryksmælingar á nokkrum mælistöðvum árið 2006 hér að neðan. Smellið hér til að sjá: Kort af mælistöðvum.
Forsendur fyrir vali á vísi
Meðal þeirra áhrifa sem Kárahnjúkavirkjun kann að hafa og ástæða er talin að fylgjast með er rykmistur frá Hálslóni. Erfitt getur þó að reynst að greina milli ryks frá Hálslóni og ryks frá öðrum svæðum m.a. frá eyrum Jökulsár á Fjöllum.
Á hverju ári mun svifaur setjast á botn Hálslóns, sem Jökulsá á Dal ber nú til hafs. Í maí er lægst í Hálslóni, en í júní byrjar að hækka í því þannig að í meðalárferði er lónið fullt í byrjun ágúst. Vatnsborð Hálslóns sveiflast í meðalári um 35 metra en í þurrustu árum getur sveiflan orðið 55 metrar. Svifaurinn mun fyrstu áratugina að mestu setjast í lónið næst jöklinum. Hluti svifaursins, einkum sá fíngerðasti, mun dreifast um lónið og setjast í þann hluta þess, sem er á þurru fyrri hluta sumars. Einnig getur losnað um fínefni úr jarðvegi lónbotnsins af völdum öldugangs þegar lækkar í lóninu. Þessi fínefni geta fokið úr lónbotninum þegar hann er á þurru í hvössu og þurru veðri. Þá mun rykmistur berast norðaustur um heiðar og niður í byggð.
Á leið sinni til sjávar ber Jökulsá á Dal fínefni upp á áreyrar einkum við Jökulsárhlíð. Þetta fínefni þyrlast upp í þurru veðri og veldur rykmistri. Með tilkomu Hálslóns mun taka fyrir þetta rykmistur, þar sem Jökulsá á Dal hættir að bera aur upp á áreyrarnar.
Ítarefni

2.3.1 - Dust Pollution - Results from measurements 2014-2019
Summary of the indicator 2.3.1 from 2014-2019
Gervihnattarmynd af sandfoki og rykmistri norðan Vatnajökuls
Gervihnattamyndir Modis. Viðbragðskerfi Modis, gervihnattamyndir af Íslandi